Öfgafullt veðurfar

Það er mjög sérstakt hvað vetrar seint og hefur gert um nokkurra ára skeið. Annaðhvort koma miklir stormar og hellidembur eða þurrkar um langt skeið. Það fellur undir skilgreiningar veðurfræðinga sem halda fram áhrifum frá menguninni á náttúruna, "meiri öfgar í veðurfari", eins og það er orðað.

Ég skil ekki nógu vel hversu mikil samstaða er í fólki með og gegn hamfarahlýnuninni í sambandi við hvort fólk er vinstrisinnað eða hægrisinnað. Mér finnst vísbendingarnar býsna margar sem benda á að þarna hafi vinstrimenn rétt fyrir sér. Mér er ekkert sárt að viðurkenna að þeir hafi rétt fyrir sér að einhverju leyti, þótt mér finnist sú vinstristefna sem ég aðhylltist 16 ára dauð og grafin, og orðin yfirtekin af Wokefylleríi og femínisma, sem aldrei átti að verða neitt nema fordæmdar vinstriöfgar.

Ennþá er veðurfarið að vísu sæmilega hefðbundið, en ég tel að það geti virkilega farið úr böndunum, þar sem svo ægilegir kraftar eru að verki. Nú síðast á Stöð 2 í kvöldfréttum kom fram að því miður er ózongatið yfir norðurheimskautinu í verra ásigkomulagi en nokkrusinni fyrr vegna niðurbrotsefna frá sjávargasi, og að loftslagsbreytingarnar ýti undir þau efnahvörf og mengun. Þetta sýna mælingar þrátt fyrir að hætt var að nota efni sem sannað var að eyddu ózonlaginu fyrir um það bil 20 árum síðan. Þetta ætti enn einu sinni að sýna fram á að varla eru nein mál brýnni okkar mannkyni en umhverfismálin.

Hvaða sjávargas er það sem svona eyðir ózonlaginu? Ætli það sé tengt breytingum í lífríkinu? Það væri áhugavert ef fréttamenn myndu taka upp þennan þráð og fræða almenning enn frekar um þetta mikilvæga mál sem öllum kemur við.

Veðurfar þarf að henta bæði mönnum og dýrum, og þó ekki sízt gróðrinum. Öfgar í veðurfari eru ekki til bóta. Það er hægt að gleðjast yfir hlýnun upp að vissu marki, en því geta einnig fylgt vandamál hér einsog annarsstaðar.


mbl.is Spár sýna 10 til 15 daga þurrk í Reykjavík
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bloggfærslur 19. október 2022

Um bloggið

Ingólfur Sigurðsson

Höfundur

Ingólfur Sigurðsson
Ingólfur Sigurðsson

Færsluflokkar

Sept. 2025
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Nýjustu myndir

  • 5
  • 4
  • 3
  • Image 004
  • Titilblað

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (24.9.): 24
  • Sl. sólarhring: 33
  • Sl. viku: 553
  • Frá upphafi: 159093

Annað

  • Innlit í dag: 18
  • Innlit sl. viku: 398
  • Gestir í dag: 16
  • IP-tölur í dag: 16

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Leita í fréttum mbl.is

Nýjustu myndböndin

Heilbrigðisráðherrann, helbrigðaráðherfan

Í hópnum finn ég hlýja barnatrú

Aldrei fellur auðmagnskerfið

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband