Færsluflokkur: Bloggar
9.8.2024 | 00:32
Við þurfum vítamínsprautu inní íslenzkt samfélag, og hún kæmi ef Helgi Magnús Gunnarsson yrði gerður að ríkissaksóknara
Íslenzkt samfélag er ekki lengur frjálst eins og það var eða opið. Fólk er hrætt. Óttinn grefur um sig meira og meira. Það gerist líka í útlöndum. Aðgerðir þær sem eru notaðar duga ekki til að sigra rasismann, því hann er fólki meðfæddur og verður ekki bannaður. Hann styrkist mest þegar fólk þarf á honum að halda, þegar eymdin er næg.
Hlynur Freyr Vigfússon er maður sem ég hef í miklum metum. Ég tel að hann hefði gert mikið gagn með því að fara inná þing. Eftir blaðaviðtal skapaðist hræðsluáróður í kringum hann, að ósekju.
Þegar Hlynur Freyr Vigfússon fékk dóm árið 2001 má segja að dauð hönd þöggunar og kúgunar hafi lagzt yfir samfélagið sem enn er yfir því. Sigríður J. Friðjónsdóttir sótti málið, sú sem nú er umdeild eins og Helgi Magnús.
Lögin sem Hlynur Freyr var dæmdur eftir voru sett inní mannréttindakafla Stjórnarskrárinnar eftir inngönguna í EES og Schengen, hluti af ESB regluverkinu, og jafnvel woke ruglinu, í ljósi nútímans.
Mörgum fannst hann hafa verið dæmdur of hart, en tekið var tillit til þess að hann væri formaður "Félags íslenzkra þjóðernissinna", og því var hann eiginlega fordæmdur sem nazisti og rasisti af háværasta vinstriminnihlutanum á þessu landi. Sú fordæming náði inní dómskerfið, fyrst hann var fyrstur dæmdur eftir þessum lögum og sá eini hingað til.
Það er vont þegar heilt þjóðfélag er kæft niður og fólk er hrætt við að tjá sig. Ekki leikur nokkur vafi á því að þessi frægi dómur yfir Hlyni Frey hafi orðið til þess að fylla menn af ótta og skelfingu sem vilja tjá sig á þennan hátt og hafa kannski svipaðar skoðanir.
Það er ekki gott að koma af stað þöggun og hræðslu. Það er ekki einkenni lýðræðisþjóðfélaga eða þá frjálsra, blómstrandi þjóðfélaga þar sem fólki líður vel og hræðist ekki yfirvaldið.
Hatrið á yfirvaldinu magnast og vex með svona dómum, tortryggni, reiði, óánægja og hvers kyns gremja.
Ekki leikur nokkur minnsti vafi á því hvaðan þessi lög eru ættuð. Þau eru ættuð úr hugarheimi Bandaríkjamanna og þeirra menningu, en umrædd lög snúast um vernd minnihlutahópa, og voru sett áður en hinseginmálin tóku þau í sína þjónustu. Þau voru sett til að bæla niður bandaríska hægriöfgamenn svonefnda, sem voru miklu meira áberandi fyrir nokkrum áratugum.
Segja má að vandamálið sem Evrópa er að sligast undan núna hafi byrjað með því að svona lög voru sett í Evrópu, Evrópusambandinu, og síðan kom Angela Merkel með sínar opnu flóðgáttir og allt fór til fjandans.
Svona er heimskulegt að flytja inn reglugerðir hráar úr öðru þjóðfélagi, því bandaríska upphaflega án nokkurs vafa.
Deilan á milli kynþátta og annarra þjóðfélagshópa er mjög lengi búin að skipta Bandaríkjamönnum í marga hópa.
Ég held því fram að íslenzk þjóð væri mun betur stödd án svona laga, frjálsari að tjá sig.
Hvaða áhrif hefði það að Sigríður Friðjónsdóttir ríkissaksóknari yrði rekin og hvaða áhrif hefði það að Helgi Magnús vararíkissaksóknari yrði rekinn?
Dómsmálaráðherra, Guðrún Hafsteinsdóttir er sú sem um þetta ræður og sker úr um þetta. Hún er í Sjálfstæðisflokknum og því þætti manni eðlilegt að hún stæði með Helga Magnúsi, sem hefur viðrað skoðanir sem líkjast skoðunum fólks í Sjálfstæðisflokknum, en ekki Sigríði Friðjónsdóttur. Eða á systralag femínismans að gilda í þessu efni eða hangir fleira á spýtunni? Já, það hangir miklu fleira á spýtunni og því er ráðherra vandi á höndum.
Til dæmis skiptir máli hvort Donald Trump verði næsti forseti Bandaríkjanna eða Kamala Harris. Kamala Harris er nær Sigríði í skoðunum en Trump, ef marka má þetta, að hún telur tjáningu Helga gera hann að ómerkilegum pappír, eða lítt verðugan að gegna þessu embætti.
Það sem er aðalspurningin hér er hreinlega þessi hvort ekki sé til nóg af vinstriöfgafólki á samfélagsmiðlunum sem með ljótu orðbragði og hatursfullu þaggar niður í öllum þjóðernissinnum sem þangað voga sér inn?, ég á við DV sérstaklega sem oft hefur verið umræðuvettvangur um þetta. Þarf nokkuð svona löggjöf aukalega? Er ekki venjuleg meiðyrðalöggjöf nægileg? Mig minnir að Pétur á Útvarpi Sögu hafi einmitt sagt eitthvað svipað oft og hann er lögfræðingur eins og Arnþrúður líka þar.
En ég ræð ekki um þetta, kem bara með þennan vinkil að þessu sinni.
En hægt er að setja þetta í stærra samhengi.
Rússar eru af sumum kallaðir rasistar. Vinstrisinnar á Vesturlöndum eða jafnaðarfasistar hafa kyrrsett fjármuni þeirra og notað gegn þeim sjálfum.
Í raun má segja að borgarastyrjaldir af þessu tagi séu að éta að innan Vesturlönd og veikla þau og lama. Hversu gáfulegt er það?
Þetta helstefnustjórnkerfi sem við tilheyrum það eirir engum og engu að lokum. Það mun útrýma öllu mannkyninu.
Í þessari frétt með pistlinum er Guðrún Hafsteinsdóttir reyndar ekki að fjalla um þetta mál, heldur segir hún að fylgistap Sjálfstæðisflokksins sé ekki ásættanlegt.
Oft er sagt að það þurfi að taka áhættu til að ná upp fylginu aftur og aldrei er hægt að gera öllum til geðs.
Nú er spurningin þessi:
Ætlar Sjálfstæðisflokkurinn að virkja hægribylgjuna sem er í heiminum eða láta Miðflokkinn hirða hana alla?
Eða ætlar Sjálfstæðisflokkurinn að verða Samfylkingin nr. 2?
Nú þegar hefur Samfylkingin yfirgefið sínar áherzlur og farið nær Miðflokknum, og fengið meira fylgi í kjölfarið.
Þora Sjálfstæðismenn að verða aftur eins og þeir voru?
Mér finnst þetta ekki ásættanlegt | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
8.8.2024 | 00:16
Tvær hæfileikakonur
Sunna Sæmundsdóttir er byrjuð í fréttunum á Stöð 2. Það minnir mig á hrósgrein sem ég ætlaði að skrifa en hef frestað um hana og Lindu Blöndal, sem var á Hringbraut, er núna á RÚV.
Margir hér hafa fjallað um það að fréttamennskan í dag er rýrari og lélegri en hún var, yfirborðskenndari. Ég hef einnig skrifað þannig pistla.
Hér er sem sagt pistill sem er mótvægi, þar sem ég í einlægni bendi á tvær konur sem ég tel að hafi sýnt ákveðna tilburði til að skara fram úr.
Í báðum tilfellum eru þær ekki lengur í þeim störfum þar sem hæfileikar þeirra nutu sín. Engu að síður, hrósið stendur, og ég man um hvað ég ætlaði að fjalla á sínum tíma.
Víglínan hét þáttur á Stöð 2, og var það einhverskonar eftiröpun á Silfri Egils held ég. Heimir Már Pétursson var aðalumsjónarmaður þáttarins. Margt sem hann gerði það gerði hann vel. Ég hafði gagn og gaman af mörgum þáttum hans. Þó fannst mér hann of vinstrisinnaður mörgum sinnum, eins og Egill var líka í Silfrinu, en það sýndi sig þó í mismunandi spurningum hjá þeim. Báðir áttu þó góða spretti í þessum þáttum, sérstaklega þó Egill, en beztu sprettina fyrir Hrun.
Hvað sem því líður, þá sá Sunna Sæmundsdóttir um nokkra þætti af Víglínunni fyrir fáeinum árum. Þann þátt mætti endurvekja.
Ég man að dömur höfðu tekið yfir Silfrið þá á RÚV. Þessvegna var ég í fyrstu fúll að fá Sunnu í Víglínuna og var fyrir fram ákveðinn í því að hún myndi klúðra þessu eins og dömurnar Silfrinu á RÚV hafa ævinlega gert.
Engu að síður leyfði ég henni að njóta vafans og horfði á þættina frá byrjun til enda eins og þegar Heimir Már var með þá. Og viti menn. Hún kom mér skemmtilega á óvart!
Spurningar hennar voru beittar og þekking hennar mjög góð á málefnunum! Hún lét stundum aðspurða fá þá óþvegið með nærgöngulum spurningum sem hittu í mark í erfiðum málum! Lét sér hvergi bregða og brá ekki svip, mjög fagleg kona, gáfuð og klár sem vissi nákvæmlega hvað hún var að gera og hvernig hún ætti að leika á viðmælendur sína þó án þess að fara nokkrusinni yfir strikið! Ég dáðist að henni. Því miður var Víglínan lögð niður skömmu síðar. Þá átti Stöð 2 í kröggum held ég.
Á Hringbraut hét fréttaþátturinn fyrst 21 og síðan Fréttavaktin.
Linda Blöndal var þar framarlega alveg frá upphafi held ég, með Sigmundi Erni Rúnarssyni og nokkrum öðrum. Allir vita að Sigmundur Ernir Rúnarsson er einn allra mesti ESB sinni landsins og það fer hvorki framhjá þeim sem lesa pistla hans né heldur fór það fram hjá þeim sem hlustuðu á þessa fréttatíma. Hann kom mér ekki á óvart. Beztur var hann í menningarþáttum sínum á þeirri stöð, þar hefur hann þekkingu og yndi af viðfangsefninu eins og Egill Helgason.
Verð nú að segja að Linda Blöndal skaraði ekki fram úr í fyrstu fannst mér og hún vakti heldur ekki athygli mína fyrr en síðar. Flestar spurningar hennar eru venjulegar og ekki beittar eða merkilegar.
Engu að síður man ég það að þau höfðu metnað. Eftir að þátturinn kom breyttur í loftið undir nafninu Fréttavaktin þá skánaði hann og varð býsna góður eftir það, svona í heildina að minnsta kosti.
Fréttavaktin var styttri og hnitmiðaðri. Þau unnu kannski heimavinnuna betur eða eitthvað, en ég man að þá fannst mér Linda Blöndal koma vel út, og með öðruvísi spurningar en Sigmundur Ernir. Mér fannst hún minna á Egil Helgason á köflum, koma með spurningar sem komu á óvart, reyna að láta viðmælandann koma með eitthvað nýtt, eins og Egill gerði í Silfrinu þegar það var gott en ekki lélegt.
En merkilegt er það, að einmitt þegar Hringbraut var orðin nokkuð góð stöð þá varð hún gjaldþrota og hætti. Leiðinlegt í raun, en Fréttablaðið fannst mér alltaf leiðinlegra, öfgafyllra í ESB áróðri sínum en Hringbraut.
Nú er Linda Blöndal orðin að óbreyttum fréttamanni á RÚV og ekki skarar hún þar fram úr. Eðli starfsins er þannig. Heldur fær Sunna á Stöð 2 ekki tækifæri sem almenn fréttakona til að sýna dirfsku og hugkvæmni sem spyrill.
En Linda Blöndal gæti sennilega híft Silfrið upp úr algjörum ömurleika og meðalmennsku þeirra umsjónarmanna sem sjá um það núna án Egils.
Langflestir fréttamenn eru allir á yfirborðinu. Spurningar eru fyrirsjáanlegar. Þær eru jafnvel kurteisilegar eins og í drottningarviðtölum þannig að fólkið sem er spurt svarar letilega og vélrænt. Áhorfendur græða ekki, þeir verða syfjaðir.
Til að hæfileikar fái að blómstra þarf rýmið að vera til staðar og frelsið til að sýna hæfileika viðkomandi.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
7.8.2024 | 00:56
Mótmælin í Bretlandi eiga sér djúpar rætur, gremja með flóttamenn, Brexit og lélegt kosningakerfi þar í landi og kannski fleira
Titrandi röddu fyrir um tveimur dögum á Stöð 2 lýsti Keir Starmer nýkjörinn forsætisráðherra Breta því yfir að hart yrði tekið á mótmælendum, sem hann kallaði reynar ólátabelgi og skemmdarverkaskríl og glæpafólk.
Harkan í máli hans var augljós. Allir yrðu fangelsaðir og lögsóttir í miklum flýti. Slík viðbrögð Starmers sem forsætisráðherra lýsa varla neinu nema skelfingu og ótta um að missa völdin og að allsherjarhægribylting sé að verða í Bretlandi, þvert á drauma hans og þrár um annað.
Kosningakerfið er vissulega misheppnað í Bretlandi úr því að svona margir eru óánægðir. Hryllilegt morðið á telpunum þremur var aðeins kveikjan að þessu, og það er notað til að einfalda málin og halda því fram að þetta séu allt einhverjir hægriöfgamenn og rasistar, sem varla getur nú verið samt, þar sem svo margir taka þátt í þessu yfir svona langan tíma. Ástæðurnar hljóta að vera ýmsar.
Er núna hægt að trúa því að það ríki jafnaðarfasismi á Vesturlöndum eins og ég hef haldið fram, þegar Bretar, ein af þessum stóru lýðræðisþjóðum Vesturlanda viðhefur aðgerðir gegn pólitískum andstæðingum sem eru eins og í bananalýðveldum, þar sem hrottar og einræðisseggir ráða ríkjum og kalla pólitíska andstæðinga ónöfnum?
Það er auðvitað hægt að skilgreina ólátabelgina og uppreisnarseggina í Bretlandi með ýmsu móti, en að kalla þetta allt eyðileggingaröfl er heldur mikið hjá Keir Starmer, og lýsir ekki sterkri stöðu hans eða Verkamannaflokksins.
Það lýsir miklu frekar fasískum tilburðum, eða kommúnískum, í anda Stalíns, Maós, Leníns og þeirra kappa sem víluðu ekki fyrir sér að beita harkalegum aðgerðum í vinstripólitík sinni.
Það sem er eftirtektarvert við þetta er að fangelsanir í stórum stíl á pólitískum andstæðingum einkenna einræðisríki og Bretar sem svo mjög hafa barizt gegn Rússum og gagnrýnt þá eru þarna að beita aðferðum sem þeir saka Rússa mjög um, rússnesk stjórnvöld.
Pistlar Birgis Loftssonar um lýðræðishallann í Bretlandi og annað hafa verið fróðlegir, hann skilur þetta vel og útskýrir.
UK Reform hlaut góða kosningu, 4 milljónir atkvæða, en aðeins 4 sæti á brezka þinginu. UK Reform er kannski eins og Þjóðfylkingin franska eða Valkostur fyrir Þjóðverja. "Brezkar umbætur", gæti nafn flokksins útlagzt á íslenzku.
Nú er það ljóst að uppreisnin í Bretlandi sem nú stendur yfir er meira en lítil og á sér vafalaust margar rætur og orsakir.
Fyrst var sagt að þetta væru bara fáeinir vondir rasistar, en nú er komið á daginn að það er bara enn ein ranghugmyndin og falsfréttin úr heimspressunni.
Merkilegt er að í athugasemdum DV voru sumir alþjóðasinnar að gera sér gælt við þá hugmynd að þetta væru lítil mótmæli og fámenn.
Þannig byrjuðu fréttir á RÚV og Stöð 2 einnig, að þetta yrði fljótt þaggað niður og kæft.
En nýleg yfirlýsing Keirs Starmers tekur af allan vafa um það að Bretland er á öðrum endanum vegna þessara atburða. Það er sérlega neyðarlegt fyrir Verkamannaflokkinn að stjórnartíð hans skuli byrja á svona rosalegum mótmælum sem kölluð eru skrílslæti.
En þegar hundruð manna eða þúsundir taka þátt á landsvísu er víst ekki hægt að tala um skrílslæti eingöngu.
Nú fer mann að gruna að stjórnartíð Verkamannaflokksins brezka verði alls ekki eins glæsileg eða friðsæl og forvígismenn hans létu í veðri vaka við sigurinn fyrr í sumar.
Pistlar Björns Bjarnasonar um þetta eru svo fróðlegir einnig og setja þetta í vítt samhengi við hans pólitík, Sjálfstæðisflokksins og ESB málin og margt fleira.
Það er mikill fengur í því að lesa pistla Björns Bjarnasonar um pólitík nútímans, því hann hefur verið ein af driffjöðrunum í íslenzkri pólitík lengi, bæði innan þingsins og utan.
Mér þótti það merkilegt fyrir nokkrum árum þegar ég hlustaði á ræður Valgerðar Bjarnadóttur, sem er systir hans, að þetta eru börn Bjarna Benediktssonar eldri, og hafa verið virk í sitthvorum stjórnmálaflokknum.
Af ýmsum nýlegum pistlum Björns þykir mér ljóst að hann stendur nær Samfylkingunni en maður hafði haldið upphaflega.
Björn er oft í nýlegum pistlum að verja stjórnkerfi okkar eins og það snýr að umdeildum atriðum í stjórnsýslunni, enda ekki skrýtið, því hann hefur sjálfur átt þátt í að koma þeim í framkvæmd.
Vitna má í ræðu Björns Bjarnasonar á Alþingi 23. febrúar 1995, þegar hann segist lengi hafa verið áhugamaður um að færa mannréttindaákvæði í nútímalegt horf. "Ég hef sjálfur verið mikill áhugamaður um það að mannréttindaákvæði í íslenskri löggjöf yrðu færð í nútímalegt horf..."
En þessar umræddu breytingar á stjórnarskránni urðu í kjölfar þess að Ísland varð hluti af EES og svo Schengensamstarfinu.
Fólk hér á blogginu er alls ekki allt hrifið af EES og Schengen. Björn Bjarnason er því að verja arfleifð sína og afrek í lífinu með pistlum sínum.
En aftur að brezkri pólitík, þetta var aðeins útúrdúr til að útskýra það hvers vegna pistlar Björns Bjarnasonar eru alveg sér á báti í þessum bloggheimi og oft til að styðja valdið en ekki gagnrýna það.
Samkvæmt kvöldfréttum RÚV í gær eru öll fangelsi orðin YFIRFULL í Bretlandi og leitað er eftir lausnum til að senda menn annað í afplánun út af þessum mótmælum!!!
Þetta eru engar smáfréttir, vel að merkja!!!
Maður hefði nú heldur búizt við að fólk gerði uppreisn gegn Pútín!!!
Eða Selenskí!!!
En UPPREISN í Bretlandi - eða óeirðir - eða uppþot, hvað sem á að kalla þetta.
Það sem mér finnst merkilegt við þetta er að Keir Starmer ER AÐ FANGELSA PÓLITÍSKA ANDSTÆÐINGA SÍNA!!! ÞAÐ GERA EINRÆÐISHERRAR, EKKI LÝÐRÆÐISÖFL, samkvæmt skilgreiningum!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!
Starmer heitir hörðum viðbrögðum | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
6.8.2024 | 01:16
Svo andar áfram líða, ljóð frá 30. julí 2008.
Svo andar áfram líða
eftir brautum reiddum, gerðum handa þessum.
Risinn ríkur,
rænir tíkur,
Þjáning, þörf og neitun...
þurfa menn að bíða?
Ungir menn svo aðeins spyrja:"Deitun?"
umber, veiti friðinn.
Dómharkan víkjandi, leyfir þeim skapgóðu lessum
lostann að virkja og passa mér sniðin.
Allt gott í þeirri gleði,
við göngum fram til sigurs, eins og regnsins bogi,
skjá þann skrýðir,
skuggann prýðir,
en undir dauðans djúpi
hið dapurlega skeði.
Sökk í þetta sef með dimmum hjúpi,
situr, aðra dæmir.
Réttlátur, frægur og tælandi tattúsins logi,
töfrana guðdómsins þaðan svo flæmir.
Við öðrum ekki björgum,
því allt var skráð í klókar lífsins bækur fyrrum.
Gleðiganga
grimma slanga?
Klerkur kann að troða
klóm úr púka örgum?
Fara börnin fyrstu sér að voða?
fremst þar Eva situr.
Leitar að sáttinni, gengur að morknandi myrrum,
morgundagsskíman er orðin svo bitur...
Orðaskýringar:
Deitun:Að hittast á stefnumóti, (enskusletta).
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Ég er kallaður opinber persóna af sumum sem þekkja mig. Ég er þó vissulega ekki eins frægur og Bubbi Morthens eða Stefán Hilmarsson, eða Bríet, svo nokkur fræg nöfn í poppinu séu nefnd. Engu að síður er það svo að ef maður er að prófa að vera söngvari eða tónlistarmaður verður maður að sætta sig við að vera opinber persóna, lítt fræg eða mikið fræg. Sérstaklega á okkar tímum þegar framboðið er mikið af tónlistarmönnum og eina ráðið til að kynna sig er að setja tónlist á Netið hér og þar, ókeypis í fyrstu, en síðan ef maður verður eftirsóttur á tónleikum eða í partýjum eða gefur út diska eða plötur sem seljast (eða lögvarið efni á streymisveitu með niðurhalsgjaldi) þá getur maður alfarið farið út í það að selja aðgang að niðurhali og aðgangi að söng manns og flutningi eða lögum eftir mann sjálfan eða gjörningum, það er nú ýmislegt í gangi sem kallað er list.
Í fyrstu semur maður lög og texta held ég fyrir sjálfan sig, eins og pistla hér eða annarsstaðar. Síðan verður maður að velja úr það sem maður vill leyfa öðrum að heyra og njóta af.
Ég hef verið ósáttur við útlit mitt síðan ég fór að fá skalla eftir tvítugt og ekki er ég heldur sáttur við að vera orðinn gráskeggjaður að hluta, en maður er kominn yfir fimmtugt og svona er lífið.
Um 1995 hafði ég svo lélega sjálfsímynd og fullkomnunaráráttu að ég var of feiminn við stelpu sem ég hafði áhuga á, og sem sýndi mér áhuga, að það gekk miður en skyldi.
Ég var feiminn krakki í skóla. Í fyrsta sinn sem ég kom fram á tónleikum breytti það mér mikið, það var á Litlu jólunum í Digranesskóla 1985.
Það var svo skrýtið að feimnin fór af mér þegar ég byrjaði að syngja. Ég kunni lagið og textann hafði ég vélritaðan á gítarnum, og ég spilaði á hann flatan, enda hafði ég ekkert lært á gítar þá. Auk þess hafði ég reynt að læra textann utan að og þótt hann væri langur kunni ég hann nokkurnveginn.
Ædolkeppnin á Stöð 2 er áhugaverð. Ég hef lært af henni að sjálfstraust getur verið mikilvægara fyrir tónlistarmann en að kunna að semja lög og texta. Það hefur mildað þá óánægju mína að diskar mínir hafa ekki selzt nógu vel eða ég ekki grætt á þessu sem skyldi.
Ég á bara örfáa diska eftir heima hjá mér af því sem ég gaf út á sínum tíma og verð að leita að þeim ef einhver vill kaupa þá af mér, og sumir eru alveg uppseldir og ekkert eftir nema frumeintakið, Masterinn sem svo er nefndur, sem aðrir eru gerðir eftir.
Japís seldi diska eftir mig á sínum tíma, en sú búð er hætt. Lucky Records selja einhver eintök af þeim diskum sem ekki eru enn uppseldir. Smekkleysa var einnig með diska á sínum tíma.
Mínir diskar voru aldrei fjölfaldaðir nema í tugum eintaka hverju sinni og ég var alltaf útgefandinn.
Fyrsti diskurinn fékk þó dreifingu í Skífunni og líka númer 2 og 3, "Insol", 1998, nr 1., "Hið mikla samband", nr. 2, 1999, og "Blóm, friður og ást", nr. 3, 2000.
Svo hitti ég rokkarann landsfræga Pétur Kristjánsson og hann vildi dreifa þessu almennilega, og það var á þeim árum sem ég var að gefa út hinar plöturnar fram að fyrra hléi, það seinna stendur enn fyrir (útgáfuhlé það er að segja).
"Jafnréttið er eina svarið", 2001, "Við viljum jafnrétti", 2002, "Fyrri byggðir", 2002, ", "Við eigum að samstillast öll", 2003, og "Jafnréttið er framtíðin", 2003.
Vinstrimenn voru farnir að veita mér athygli á þeim árum, en samt var þeim ljóst að stuðningur minn við þá var ekki einhliða, þar sem innanum jafnréttislögin mín á þessum jafnréttisplötum voru karlrembulög, eins og "Aldrei skaltu elska hana", og fleiri.
Ég nefni Vinstri græna og aðra vinstrimenn, því hægrimenn hafa því miður ekki verið duglegir að stofna til tónleika eða vera með menningarlega sinnaða grasrót.
Ég gaf reyndar út 6 hljómdiska árin 2009 og 2010, sem eru þessir:"Það og það", 2009, (tekin upp 2008), "Ísland skal aría griðland", 2009, (tekin upp 2009), "Ég er laus undan losta og synd", 2010, (tekin upp 1999), "Kristur kemur", 2010, (tekin upp 2001), "Ein hjúskaparlög fyrir alla", 2010, (tekin upp 2008), "Ísland fyrir útlendinga", 2010, (tekin upp 2010).
Ég hef skrifað um það að ég hef kosið flokka bæði til hægri og vinstri. Þannig er tónlistin mín, bæði til hægri og vinstri.
Fyrst þegar ég fékk kosningarétt kaus ég Sjálfstæðisflokkinn. Það hefur verið 1991. Þá var það vegna áhrifa frá Stormskersguðspjöllum og mínu fólki á mínu heimili. Ef ég hefði kosið (verið með kosningarétt) sem unglingur hefði ég kannski kosið Alþýðuflokkinn, jafnvel Alþýðubandalagið, eða flokk Alberts, eða jafnvel Kvennalistann.
Ég kaus Vinstri græna strax og þeir buðu fram 1999, því ég var svo ánægður með að loksins var kominn umhverfisverndarflokkur sem ég lengi hafði beðið eftir og talið mjög nauðsynlegan.
Ég man að ég kaus Frjálslynda flokkinn nokkrum sinnum. Eftir það hef ég haft æ minni trú á pólitík og kosið sitt og hvað upp á grín og varla fundið neitt fyrir mig til að kjósa.
Nú eru tveir flokkar sem ég hef haft mikið álit á rústaðir eftir að hafa verið í þessari hrikalegu stjórn sjálfseyðileggingar.
Annar þeirra er eiginlega horfinn, og jafnvel dyggustu stuðningsmenn segja að hann eigi aldrei aftur eftir að dafna.
Hinn er MJÖG rýr skuggi þess sem hann áður var.
Ég hef í seinni tíð næstum haft áhyggjur af því hvernig það yrði ef ég yrði eins frægur og Bubbi Morthens eða Bríet eða þessi stóru nöfn, það myndi setja mikla pressu á mann.
Nei, maður græðir ekki á tónlist á Íslandi. Ef maður vill verða moldríkur fer maður í annað starf. Maður er að þessu út af ást á listinni, maður finnur sig knúinn til þess.
Ég kann fæst laganna minna. Til að læra þau reyni ég stundum að æfa mig, og tek þær æfingjar gjarnan upp.
Sumir hér á blogginu hafa beðið mig um að kaupa diska með tónlistinni minni. Ég fann eintak af "Það og það", og get selt þann disk ef fólk vill, og á einhver eintök af nokkrum öðrum.
Það eru þó ekki mörg eintök. Ég vil einnig benda á Lucky Records á Laugaveginum.
Ef áhugi margra vaknar á að kaupa þetta sem vinylhljómplötur þá vil ég gjarnan gefa þetta þannig út.
En hér hef ég sett inn fáein tóndæmi, og þá getur fólk ákveðið sig hvort það hafi virkilega gaman af þessu eða ekki.
Annars fann ég DVD diskasafn í Góða hirðinum nýlega sem heitir Life-8. Það var tónleikaröð sem haldin var í G8 ríkjunum í júlí 2005.
Tónleikarnir voru haldnir til minningar um Live-aid tónleikana 1985 og enn til að græða fé fyrir sveltandi börn.
Skemmst er frá því að segja að þarna spiluðu margir af heimsfrægustu tónlistarmönnum jarðarinnar.
Ég fór að bera saman í huganum upptökurnar mínar frá mínum æfingum einn með gítarinn og svo þessa heimsfrægu tónlistarmenn á þessum risastóru tónleikum.
Ég fór að velta því fyrir mér að ef til vill myndi ég ekki vera feiminn að spila fyrir milljónir áheyrenda og áhorfenda frekar en á Litlu jólunum í Digranesskóla árið 1985.
Maður annaðhvort gleymir áhorfendum eða fer á taugum. Annað hvort sigrar sviðsskrekkurinn mann algerlega, eða maður gleymir sér og klárar lagið - eða lögin - sem maður ætlar að spila, eða ákveður á staðnum að spila.
En ég verð að segja að mér leiddist að hlusta á þessa DVD diska og spilaði aðeins örfá lög. Ekki mínir uppáhaldstónlistarmenn nema í fáum tilfellum, og líka langt frá því að vera í sínu bezta formi á þessum tónleikum.
Ég veit það svo sem vel að oftast hef ég verið illa æfður á tónleikum, sungið alltof lágt í hljóðnemann, verið feiminn og sungið óskýrt, og þessvegna þetta ekki komið nógu vel út.
Þó má segja að nokkrum sinnum hafi mikið verið klappað og blístrað, sérstaklega þegar ég var í MK og ég eignaðist þéttan aðdáendakjarna meðal samnemenda minna þar í skólanum.
Allt getur gerzt ef maður gefur út tónlist eða kemur fram á tónleikum. Allt í einu geta vinsældir komið - og þó kannski aldrei, það er líka möguleiki.
En þetta er eins og með þessa bloggpistla. Ef örfáir lesa og hafa gaman að, þá er það nóg.
Bubbi Morthens er landsfrægur vegna þess að hann er ekki síðri markaðsmaður en tónlistarmaður. Hann hefur spilað útum allt land, og hann fékk stuðning kommanna og femínistanna þegar hann byrjaði.
Hann er kannski albezti markaðsmaðurinn á íslenzkum tónlistarmarkaði, sá sem kann að kynna sig og semja lög sem fjöldinn grípur. Allavega eru margir með meiri hæfileika en hann, eða jafn mikla.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
4.8.2024 | 00:21
Nálægðin við náttúruna er dýrmæt, og um það snýst verzlunarmannahelgin meðal annars
Fólk fer í útilegur um verzlunarmannahelgina og sefur í tjöldum. Ég er hér með stutta sögu um ömmu og afa. Þau fóru oft í útilegur á sumrin og ferðuðust um landið og ég oft með og aðrir krakkar í ættinni á mínum aldri.
Stundum kom það fyrir að afi var mjög upptekinn á verkstæðinu á sumrin þannig að ferðalög voru ekki möguleg nema stutt og fá þau sumur.
Það vildi nefnilega oft þannig til að hann tók að sér fá og stór verkefni frekar en mörg og lítil, það gaf oft betur af sér.
Þannig var að menn komu stundum með bíla til hans sem aðrir vildu ekki gera við. Hann tók að sér að gera upp bíla sem voru 75% ónýtir, ef menn borguðu vel fyrir það að koma þeim í lag.
Sumir gamlir menn og yngri tóku miklu ástfóstri við ökutæki sín og vildu ekki henda þeim, og það gátu verið bílar sem voru að ryðga niður og hrynja og sem fengu ekki skoðun vegna ryðskemmda, eða bílar með ónýtar vélar eða gírkassa.
Þeir feðgarnir gátu lagfært grindur undir bílum og soðið saman að nýju og svo ryðbætt og skipt um bretti og stóran hluta bílanna, oft með því að fá svipaða hluti á partasölum, eða með því að ryðbæta eða búa til frá grunni.
Þetta þýddi að sami bíllinn var í mánuð eða meira inni á verkstæðinu.
Afi og amma voru svo hrifin af því að vera í tjaldi, heyra fuglasönginn, elda mat á prímus og anda að sér góða loftinu að þau tjölduðu úti í garði þegar svona stóð á þegar var sumar eða viðraði til þess.
Ég man að eitt sinn vaknaði ég og sá að könguló var að skríða á mér eða svefnpokanum mínum, og var alltaf að finna skorkvikindi í tjöldunum. Þá gafst ég upp og vildi frekar vera einn í húsinu.
Þau áttu tvö tjöld. Annað var grátt og strigakennt og minna, en það var eldra. Ég held að amma hafi saumað það. Hún vann í Seglagerðinni þegar hún var fyrir sunnan og þau áttu eftir að ganga í hjónaband. Það var á stríðsárunum.
Amma kunni að sauma tjöld. Hún átti saumavél sem hún notaði mikið. En það var erfitt að sauma tjöld og hún gerði það held ég ekki eftir að þau fóru að búa og hún hætti að vinna þarna. Það þurfti mikið efni, og hún varð eftir sig í fingrunum.
Ég man að þetta litla og gamla tjald var ekki með neinum botni. Tjaldhælarnir héldu því föstu eins og hinu.
Þegar stóra tjaldið var bilað var litla tjaldið notað.
Stundum þurfti að þurrka stóra tjaldið þegar kom mygla í það út af raka. Þá var litla tjaldið notað.
Það kom líka fyrir að lítil göt komu á stóra tjaldið. Einhverntímann rifnaði út úr tjaldhælagötum. Ég held að amma hafi lagað þetta allt sjálf, en litla tjaldið var notað á meðan.
Stóra tjaldið var grænt og með botni að neðan. Það var keypt fullbúið einhverntímann.
Amma var ekki hrædd við köngulær eða skorkvikindi. Hún sagði að það væri ólánsmerki að drepa járnsmiði eða köngulær, og var alltaf róleg ef hún fann slík kvikindi, lét þau skríða uppá blað og henti þeim svo rólega út á tröppur eða út um gluggann.
Þó var hún stundum óhress með að fá stórar og frekar flugur inn, það voru fiskiflugur og þegar hún var að matreiða gat hún orðið æst og reið því hún vildi ekki að þær spilltu matnum.
Þá sagði hún oft:"Út með þig skömmin þín!". Amma var nú frekar feitlagin en hún gat samt verið hröð og lipur í hreyfingum þegar svona stóð á jafnvel þegar hún var orðið gömul.
Þá sá ég hana oft taka upp Morgunblað og reyna að berja flugurnar og oft náði hún þeim.
Það gleður mig að sjá að á verzlunarmannahelgunum heldur fólk útí náttúruna. Ég samdi lagið "Náttúran" árið 1988, og mér finnst það eitt dýpsta, dularfyllsta og margræðnasta lag sem ég hef búið til, eða ljóð. Slík náttúrudýrkun er hluti af því, en ekki allur boðskapurinn sem felst í því.
Þarna er mennskan, þarna er þetta jákvæða í fólki, að óska eftir að komast frá tækninni og borginni og út í náttúruna og skemmta sér þar, í útilegum.
Síðan eru það skemmtiatriðin, þar sem listamenn fá tækifæri til að sýna hæfileika sína. Allt er þetta hróssvert.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
3.8.2024 | 00:37
Þögn í fréttaflutningi um uppruna gerenda. Gerir hún gagn?
RÚV var með þversagnakennda frétt í gær. Fjallað var um hið óhugnanlega morð á þremur telpum í Bretlandi. Var því haldið fram að falsfréttir hefðu valdið uppþoti og óeirðum almennings við mosku, þar sem það hefði spurzt út að gerandinn væri islamisti sem kom í ljós að ekki var.
Það er nú ýmislegt í þessu sem þarf að athuga.
Býst ég við að í Bretlandi eins og hér gildi núorðið sú regla að sem fæst sé sagt í svona fréttum og því sé lesendum látið eftir að gizka og koma með kjaftasögur sín á milli. Því má búast við að uppruni gerandans sé ekki látinn í ljós, eða trúarskoðanir eða varla.
Því er það spurning hver er með hvaða falsfréttir. Er það fréttastofan sem þegir um það sem fólk vill vita um eins og nákvæmar upprunaupplýsingar gerandans eða illa upplýstur almenningur sem kemur með ágizkanir eða lætur Gróusögur dreifast sem kannski byggjast á einhverjum upplýsingum, bara misgóðum?
DV hefur birt mynd af gerandanum og nafn og fleiri fjölmiðlar, hér og erlendis. Er hann ættaður frá Rúanda í Afríku og er 17 ára.
Hér í fréttinni er vitnað í dómara í Liverpool sem er sammála mér um að þær óeirðir sem upphófust eftir atburðinn gefi ástæðu til að breyta fréttaflutningi, gefa upp nafn gerenda í framtíðinni og sennilega aðrar nákvæmari lýsingar, svo fólk sé ekki að gizka og grufla.
Almenningur veit varla meira en þetta, og því er beðið eftir því að sérfræðingar útskýri þetta, ástæðurnar fyrir þessu.
Ég verð þó að nefna ýmislegt í athugasemdakerfi DV sem vekur athygli.
Þar eru hörð átök á milli fólks sem gerir athugasemdir, kona sem talar um "ranga innflytjendastefnu" fær á sig hörð viðbrögð góða fólksins, og henni sagt að hún yrði tekin af lífi ef fólk væri drepið fyrir að vera hálfvitar, og að henni sé ofaukið í veröldinni. Enn sem fyrr hefur góða fólkið ekki stjórn á skapi sínu og lætur út úr sér meira hatur en aðrir við svona tilefni, eða oft að minnsta kosti.
Ég spyr mig eftir að hafa lesið þessar athugasemdir í DV: Ef jafnt á yfir alla að ganga, hlýtur fólk þá ekki að reiðast afbrotamönnum eins mikið sem eru með aðrar trúarskoðanir en við eða með annað útlit, af öðrum uppruna? Að reiðast bara þeim sem brjóta af sér með sama útlit og við er rasismi, því þetta virkar í báðar áttir. Hlutleysi þýðir að reiðast líka og refsa eða þá umbuna og hrósa jafnt, burtséð frá útliti og uppruna eða skoðunum.
Það er alveg ljóst að fréttafólki er ekki að takast að finna einhvern gullinn meðalveg í fréttaflutningi sínum.
Margir sem góla hátt og eru með formælingar í garð annarra gera ekki greinarmun á fordómum og raunsæi.
Fólk sem gefur sig út fyrir að vera með útblásna réttlætiskennd (góða fólkið) er kannski að gera það til að fela raunverulegan rasisma undir niðri eða aðra fordóma.
Könnun sem birt var í heimildamynd frá Bretlandi sýndi fram á að rasismi er meðfæddur. Börn voru rannsökuð og þetta var niðurstaðan. Þetta kom fram í heimildamynd á RÚV fyrir nokkrum árum. Talað var um að börnunum þyrfti að kenna betri siði. En niðurstaðan var ótvíræð, og því má segja að útblásin réttlætiskennd "góða fólksins" geti verið sýndarmennska.
Nafngreina árásarmanninn í Southport | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
2.8.2024 | 02:00
Verður Kamala Harris næsti forseti Bandaríkjanna?
Djúpar athugasemdir Guðmundar Arnars við pistla Ómars Geirssonar hreyfðu við mér, sem ég skildi, en Biblíutilvitnanir geta sagt meira en mennsk orð á stundum og tímum Harmageddons.
Bókin hennar Ruthar Montgomeryar sömuleiðis, sem kom út á Íslandi 1981, "Óvæntir gestir á jörðu", en fáir Íslendingar eða aðrir munu skilja þá bók til fulls.
Ráðstefnan á Íslandi 2022 sem fæstir vissu af hefur áhrif á mig einnig, þar sem örlög voru ráðin.
Síðasti pistill sem ég skrifaði hafði einnig áhrif á mig.
Það eru mjög kolsvartar framtíðarspár framundan, en þó glæta sem skín í gegnum myrkrið.
Ákveðnir aðilar segja að Rússland muni ganga í ESB í náinni framtíð, annaðhvort verði Pútín steypt af stóli eða umbreyting önnur verði í Rússlandi, og að Rússar verði bandamenn Evrópusambandsins. Allt er þetta óljóst og verður kannski alls ekki með þeim hætti.
Hitt er ljóst að til eru aðilar innan Rússlands sem vilja þetta.
Ef Rússar sigra Úkraínumenn er einmitt meiri hætta á því að þessi atburðarás verði að möguleika.
Hættan sem fylgir Kamölu Harris er víst mögulegt kjarnorkustríð. Forsmekkurinn eru átökin á Gaza.
Í bókinni eftir Ruth Montgomery er því haldið fram að átök á milli múslima í Afríku sem Ameríka og Sovétríkin (sálugu) dragist inní hrindi af stað þriðju heimsstyrjöldinni. Þetta varð þó ekki eins og allir vita, og allir geta prísað sig sæla með það. Hinsvegar er nóg af styrjaldaklikkun enn í heiminum svo undan gereyðingu verður kannski ekki sloppið endalaust.
Þó í ljósi atburðanna á Gaza sem fleiri gætu dregizt inní gætu þær spár orðið að veruleika. Í grunninn eru þetta jú átök múslima og gyðinga annarsvegar og svo átök Vesturlanda og Rússlands hinsvegar, þannig að hliðstæðurnar við ástandið um 1980 eru skuggalega margar.
Hættan sem fylgir því að Trump verði aftur forseti gæti verið enn meiri en hættan af Kamölu Harris.
Covid-19 var sent útí andrúmsloftið viljandi til að láta Donald Trump tapa endurkjörinu sem forseti og það tókst. Annað markmið var einnig með því að dreifa Covid-19, fækka stuðningsfólki Trumps, fólki af germönskum uppruna, vestrænu fólki.
Hér er sama miskunnarleysið á ferðinni og þegar fólki var útrýmt áður, hvort sem það var með Svartadauða eða öðrum sjúkdómum eða þegar Helförin átti sér stað.
Merkilegur er pistillinn eftir Guðmund Örn þar sem hann skrifar að Donald Trump hafi náðargjöf, og er hægt að taka undir það.
En ef óvinir hans komu af stað Covid-19, hvað munu þeir þá gera ef hann verður aftur forseti.
Það munu vera þrjú vopn að minnsta kosti reiðubúin til beitingar.
Við sem erum Íslendingar þurfum að sætta okkur við það endanlega að yfirráð okkar eru búin. Kamala Harris er framtíðin.
Fáir skrifa af meiri fróðleik og speki en Arnar Sverrisson þessa dagana. Finnst mér að góðir og merkilegir pistlar hans ættu að vera meira lesnir og fá meiri athygli og hrós, þeir eru stórmerkilegir margir.
Þar sem hann skrifaði um samruna manns og tölvu má segja að hann hafi orðið nútímalegri en flestir sem rita og vita ekki um slíkt.
Það sem hann skrifar ekki um og veit kannski um er þetta sem ég bæti hér við.
Enlil og Enki eru af sumum taldir Jahve Biblíunnar og Satan Biblíunnar. Um þá var skrifað áður en Biblían varð til og margir telja að ýmislegt úr Biblíunni komi úr súmerskri menningu, og virðist það augljóst raunar.
Samkvæmt öðrum fræðum eru þeir Óðinn og Loki bræður, ekki aðeins fóstbræður.
Það sem meira er, þeir gætu verið Enlil og Enki, eða Satan og Jahve með öðrum orðum.
Þetta er of flókið til að fara djúpt ofaní þetta. Mjög fáir skilja eða botna neitt í þessu.
En svo þetta sé einfaldað, þá má vel vera að Jesús Kristur sé kominn aftur til jarðarinnar og guð Biblíunnar Jahve.
Það má sjá á Netanyahu til dæmis.
Það má trúa því að Ísraelsmenn fari að drottna yfir öðrum þjóðum ekki aðeins andlega og trúarlega eins og verið hefur, heldur á annan hátt.
Það er staðreynd að vestrænt fólk er að deyja endanlega út.
Elítan þarf ekki allt þetta fólk.
Auk þess munu geimverur ætla að leggja undir sig jörðina.
Kamala Harris gæti orðið sá friðarhöfðingi sem skástu lausnin gæti boðið með hjálp jarðneskra aðila sem eru forríkir. Þar með gæti hafizt hér kristileg öld. Ég sætti mig við það fullkomlega og yrði sáttur við það, ef maður les teiknin rétt.
Þó er það mjög stór og mikil spurning sem vaknar þegar maður les athugasemdir Guðmundar Arnars Ragnarssonar og um að Trump sé útvalinn af Guði.
Til að það gangi eftir yrði Evrópusambandið að lúta honum og femínistar út um allt. Það er erfitt að sjá það rætast. Þó er Guði ekkert ómögulegt.
Engu að síður, ef vopnin gegn honum verða ekki notuð yrði það að þýða ákveðna tilslökun í öðrum efnum. Mér skilst að hún hafi gengið eftir og hann sé orðinn auðsveipari valdinu, en ekkert er fullvíst í þeim efnum samt.
Ég er nokkurnveginn viss um að geimverurnar sem eru inní meira en helmingi fólks jarðarinnar núorðið vegna húðflúra, lokka og annars líkamsskrauts muni vilja klára áætlun sína um að koma hingað alvöru geimverum með þeirra eigið útlit.
Það þýðir á mannamáli að fuglaflensuveiran yrði notuð til að útrýma enn fleiri aðilum en með Covid-19.
Ennfremur myndi það þýða stærra efnahagshrun en 2008 og stærra en 1929. Móðir allra kreppa eins og sagt er.
Já í þriðja lagi myndi það kannski þýða visthrun. Allt þetta gæti þýtt heimsendi og Hamrageddon, en þó eins og ég fjallaði um fyrr í þessum pistli er von um frestun á þessu eða að þetta verði bara alls ekki með nákvæmlega þessum hætti, og sízt á allranæstu árum, eins og sumir halda fram.
Þetta er svo mikið efni að erfitt er að koma þessu til skila, og ekki hægt, það þyrfti nokkrar bækur til þess.
En það sem ýmsir hafa skrifað um samruna véla og manna er ekki skáldskapur.
Það er hluti af áætlun Jahves um að gera úr okkur auðsveipa þræla og ambáttir enn á ný.
En það er jafnvel skemmtilegra að fjalla um vonirnar sem felast í þeim sviðsmyndum sem eru bjartari og skemmtilegri.
Mér lízt vel á að Kamala Harris verði næsti forseti Bandaríkjanna. Það eru jafnvel orðnar helmingslíkur á því, og þær gætu orðið yfirgnæfandi áður en kosið verður.
Ég veit að fólki gæti komið þetta á óvart sem vita um hrifningu mína á Trump.
En samkvæmt þeim upplýsingum sem ég hef eru ákveðin vandkvæði þar til staðar.
Aðlögunin að þeirri framtíð sem flestir eru sammála um gæti orðið auðveldari með Kamölu Harris sem næsta forseta í Bandaríkjunum.
Þó er það rétt að átökin á milli Rússlands og Vesturlanda gætu þá orðið vandamál.
Einnig er hætt við að átökin á milli múslima og Vesturlanda færist þá meira í áttina að því sem á sér stað á Gaza, fjöldamorð, útrýmingar.
Það er mögulegt að Trump verði næsti forseti Bandaríkjanna og útvalinn af Guði, og sá sem leysir þessi vandamál sem ég er að fjalla um.
Eva Biblíunnar, Guð Biblíunnar, Satan Biblíunnar, þetta eru enn leikendur og persónur, gerendur í mannkynssögunni.
En miðað við hvernig búið er að útrýma vestrænu fólki og vopnið heitir femínismi og jöfnuður, en ekki gasklefar, þá má segja að ekki sé hægt að búast við bjartri framtíð.
Það eru svo mörg og flókin atriði sem koma inní þessa sviðsmynd að þetta er ekki hægt að einfalda með neinum hætti.
Mér þykir bara leitt hversu fáir líta á málin með raunsæjum hætti og halda í þá ímyndun að virðing fyrir fólki eða lífum sé afl sem megi sín nokkurs í mannkynsögunni, hvað þá nútímanum.
Hvað vill Guð Biblíunnar? Það þarf víst fleiri pistla undir það.
En Eva Biblíunnar getur tapað eins og Jahve.
Friggjarblótið enn og aftur.
Sem sé, Þór stendur á bak við þetta í raun.
Ef valin er hliðarframtíð og ekki hringrásin í Friggjarblótinu þá fáum við alræði Evu eða Friggjar, femínistanna.
Þróun mannsins á þessari jörð lýtur samningum.
Maður vonar og óskar að hinar dekkstu sviðsmyndir raungerist ekki í náinni framtíð, en þó má spár rætast eins og margir trúaðir halda fram. Til dæmis spádóma Nostradamusar má sjá rætast.
Ýmislegt bendir þó til þess að Trump verði aftur forseti og að Guðmundur Örn hafi rétt fyrir sér. Þá mun þetta ekki raungerast fyrr en síðar, eða mögulega að minnsta kosti.
Þá má segja að tímalínur færist aftar, til að jafna út krafta og frestun verður á Harmageddon.
Kamala fær þekktan rappara sér til aðstoðar | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
2.8.2024 | 00:50
Lýtaaðgerðir á yfirvöldum - fréttaflutningur til að fegra yfirvöld - Gallastríð Sesars enn á ný
Eins og svo margt og kannski flest sem varðar fréttir nútímans þá er þessi hluti af sviðsetningu og innrætingu, án nokkurs vafa, búa til sigurhetjur þar sem efinn er fyrir hendi um það hverjir eru hinar raunverulegu hetjur og hverjir eru skúrkarnir. Svo mikið hefur verið ritað og rætt um hryðjuverkin 11/9/01 að ómögulegt er að vita nokkuð með vissu annað en það að atburðarásin var skrýtin og spurningum er ósvarað.
Eins og með morðið á Kennedy, opinberir aðilar hafa ekki efni á öðru en að telja sig vita sannleikann. Eins og ég er 100% sannfærður um að Roswell geimskipshrapið 1947 var raunverulegt en ekki loftbelgur eða skýjamyndun, þá er sennilegt að mikið af öðru sem yfirvöld fullyrða að sé með ákveðnum hætti ER ekki með þeim hætti, of mikið er í húfi að sagan sé skráð á ákveðinn hátt fyrir Elítuna, yfirvöldin, fólkið sem stjórnar Vesturlöndum og á 99% af öllum peningum okkar, og er aðeins minna en 1% okkar.
Það að þessi frétt skuli vera sögð núna segir okkur að Demókratar þurfa andlitslyftingu og fegrunaraðgerð í formi falsfrétta.
Eins og fram kemur í fréttinni, maður var beittur pyntingum af CIA og kemur með játningu til að komast hjá dauðarefsingu. Við vitum ekkert um það hvort þetta er sannleikurinn, eða blóraböggull, annað eins hefur víst gerzt. En við vitum að alveg eins og þegar Osama náðist og drepinn þurftu yfirvöld (demókrata) lýtalækningu á þeim tíma og eitthvað til að láta sitt fólk líta betur út.
Barack Obama fékk mikla viðurkenningu hjá bandarísku þjóðinni og öllum heiminum eftir að Osama náðist.
Barack Obama var mætt af mikilli tortryggni allan sinn feril, og sumir töldu að bandarísk yfirvöld hefðu verið fær um að handsama og drepa Osama bin Laden mun fyrr, vitað af honum og haft hann í sigtinu lengi áður en hann náðist.
Samsæriskenningar sumar segja til um að óvinir séu búnir til, og atburðarás sé stýrt.
Mikið af því sem tilheyrir nútímanum væri ekki til án stríðsins við hryðjuverk sem var hrint af stað í kjölfar árásanna á Tvíburaturnana 2001. Eftirlitskerfi, lagaheimildir, vopn, reglugerðir, tækni.
Hvers vegna að eiga 99% af öllum peningum mannkynsins ef ekki ætti að nota þá til að sýna yfirburði sína, eiga fréttastofur með húð og hári og stjórna fréttaflutningi þeirra í einu og öllu, velja úr passlega hæfilega sannleika og sannleikskorn til að sáldra yfir lýðinn þegar það hentar?
Þegar einhver kallar fréttir falsfréttir merkir það ekki að þær þurfi að vera alrangar, en þeim getur verið plantað samt og sannleiksgildi þeirra kannski verið hæpið eða ekki neitt.
RÚV fær ekki gagnrýni að tilefnislausu.
Eftir sem áður eru það leyndardómar sem hylja árásina 9. september á Tvíburaturnana. Þótt mjög líklegt sé að Osama og þessir múslimar beri þunga sök, er mögulegt að Djúpríkið beri enn þyngri sök.
Allavega, eins og með morðið á Kennedy, tunglförina, geimverur og margt fleira, þetta er ekki enn vitað að fullu eða útskýrt.
Þessi frétt er varla sannfærandi þar sem sá sem játar var pyntaður, eins og kemur fram, og er með játningunni að sleppa við líflátsdóm. Það er ekki trúverðugt uppá játninguna.
Þetta heldur áfram að vera leyndardómur.
Skipuleggjandi 9/11 sagður játa sök | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
1.8.2024 | 00:20
Af hverju reyna ekki Íslendingar að hjálpa upp á að bæta stjórnkerfið í Venezúela, taka upp stjórnmálasamband, ef hægt er eða eitthvað annað?
Um sama leyti og RÚV sýndi myndefni með mótmælum fólks frá Venezúela sem hér hefur sezt að og er ósátt við endurkjör forsetans Madúró þá las ég blogggrein eftir Jóhannes Ragnarsson sem heitir:"Heill þér félagi Madúró og til hamingju með sigurinn".
Sá bloggari er samkvæmt því sem ég hef lesið eftir hann kommúnisti af gamla skólanum og mér finnst svolítið gaman af því, hann minnir mig á nokkra þannig sem ég þekkti í bernsku minni, nokkra kennara sem kenndu mér og svo viðskiptavini á verkstæðinu hans afa sem ræddu um pólitík. Þar man ég sérstaklega eftir einum manni sem dó skömmu eftir 1980, en hann sagðist marxisti og ekki hvika hætishót. Hann var kennari og bílstjóri.
Nú er það svo að víða á Vesturlöndum heyrir maður fólk efast um að Madúró hafi verið endurkjörinn. Merkilegt var einnig að lesa pistil eftir Björn Bjarnason, þar sem hann segir alla einræðisherra styðja Madúró og má því segja að Björn teljj hann einræðisherra, en hvergi kemur fram í pistli Björns að Madúró er kommúnisti líka, en hann kallar hann hinsvegar sósíalista, og kannski er þetta allt sama tóbakið, en blæbrigðamunur þó.
En sennilega er rétt að leggja trúnað á það sem Björn skrifar, og það er í samræmi við lýsingar annarra á spillingunni í Venezúela.
Nú rennur það manni til rifja að hlusta á fólkið frá Venezúela lýsa því hvernig það þráir að snúa aftur til heimalands síns en getur það ekki vegna ömurlegs ástands.
Þá dettur mér eitt í hug sem er efni þessa pistils. Hér á Íslandi höfum við gríðarlegt magn af fólki sem vill bjarga heiminum, og raunar mestmegnis vinstramegin í stjórnmálalitrófinu, en góðmennska er alltaf góðmennska og nýtileg.
Björn Bjarnason segir að einræðisherrar allra landa styðji Madúró. Það gera sumir gamlir kommúnistar greinilega líka.
En tillaga mín er þessi og uppástunga sem varð tilefni að þessum skrifum mínum:
Getur ekki íslenzka ríkisstjórnin tekið upp stjórnmálasamband ellegar þá einhverskonar samskipti við Madúró og hans stjórn, í því skyni að bæta þar ástandið?
Ég hef tröllatrú á því að samskipti milliliðalaus leysi oft vandamál sem annars vinda uppá sig og versna.
Ráðherrar sumir innan ríkisstjórnarinnar íslendzku lýsa áhyggjum og óánægju yfir gríðarlegum fjölda venezúelskra flóttamanna sem hér eru. Veit ég að margir almennir borgarar eru sama sinnis.
Ég vil einnig að íslenzka ríkisstjórnin taki upp samband við Rússa, enduropni sendiráðið og sýni þeim kurteisi, og það er ekki grín hjá mér heldur alvara.
Nú má spyrja þessa sem völdin hafa:
Af hverju er bara nauðsynlegt að hjálpa löndum Afríku með "þróunarhjálp", allskyns tæknibúnaði og íslenzku hugviti?
Setja spurningamerki við sigur Maduro | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Um bloggið
Ingólfur Sigurðsson
Færsluflokkar
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (23.11.): 76
- Sl. sólarhring: 103
- Sl. viku: 741
- Frá upphafi: 127368
Annað
- Innlit í dag: 64
- Innlit sl. viku: 551
- Gestir í dag: 62
- IP-tölur í dag: 59
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar