15.3.2025 | 00:49
Big Pharma áróður, fitusmánun
Konur hafa alltaf verið í meirihluta af þeim sem grenna sig og taka þátt í fitusmánun og fituhatri. Það hefur ekki aukið virðingu mína fyrir konum eða læknað mig af því kvenhatri sem fór að hellast yfir mig þegar mér var hafnað af Herdísi, 1991, kannski mest af því að ég var klaufalegur að nálgast hana, en hún sýndi mér áhuga, en ég var of fljótur að reiðast og rangtúlka lítil og ómerkileg atriði vegna þess að ég hafði of lélegt sjálfstraust og var of feiminn.
Það er mýta að kynlíf verði betra ef fólk grennir sig, í mörgum tilfellum, því þetta snýst um sjálfstraust en ekki útlit. Sömu klisjurnar eru notaðar aftur og aftur þótt ekkert innihald sé í þeim. Eins og hún viðurkennir sjálf í þessari grein þá var sjálfstraust hennar í lágmarki þegar hún var þung..."mér fannst ég ekkert sæt". Það segir nú ýmislegt um það að gefa ekki sjálfum sér séns.
Yfirleitt er það þannig að um leið og aðrir fara að dást að manni fyrir að grennast þá kemur sjálfstraustið og hamingjan. Það segir að þetta snýst um hégóma fyrst og fremst. Þannig að þetta er fals, þessi miklu lífsgæði eftir að grennast. Allavega er til fullt af fólki sem lifir lengi og er hraust þótt það sé feitt og er líka hamingjusamt. Það er bara ALDREI tekin viðtöl við þannig fólk (nema örsjaldan).
Á heiðnum tíma var engin fitusmánun til. Þá var fólki gefin viðurnefni en fólk skammaðist sín ekki fyrir þau heldur gekkst upp í því að hafa sín sérkenni og var stolt af því. Orðið feitur var ekki til, heldur bara digur og það var ekki neikvætt, heldur hlutlaust lýsingarorð.
Sem dæmi um þetta er frásögn úr íslenzkum heimildum fornum.
Það er í Heimskringlu frásögn um Göngu-Hrólf, sennilega sá sami og nefndur er Rollo á frönsku, víkingur frægur sem vann víkingasigra og nam lönd í Frakklandi, en af norrænum ættum. Varð hann að lokum lénsmaður konungs og kristinn, en það er kannski blettur á annars ágætum heiðri hans.
Hins vegar stendur í Heimskringlu eitthvað á þá leið að hann hafi verið svo mikill vexti að enginn hestur hafi borið hann, og hafi hann því verið uppnefndur Göngu-Hrólfur.
Þetta er varla hægt að skilja öðruvísi en að hann hafi verið svo feitur að hestarnir hafi sligazt undan honum, nema hann hafi að auki verið svona hávaxinn.
Göngu-Hrólfur náði samt háum aldri á þess tíma mælikvarða, lifði frá 846-932, það er að segja hann varð 86 ára gamall!
Það má spyrja sig, hvers vegna tala alltaf konur um að sér líði betur þegar þær grennast? Það er bara lygi og ekkert annað, sagt til að geðjast fjöldanum og finna afsökun að hlýða tízkunni.
Líffræðilega er það staðreynd að það er hollara fyrir karlmenn að vera grannir, því að hjartasjúkdómar vegna kólestróls koma varla fyrir konur, fyrr en þær eru komnar á breytingaskeiðið, það er að segja, það er hormónatengt og þar að auki eru konur líffræðilega gerðar til að vera feitari. Þannig er bara sköpunin.
Stórlyfjarisarnir, Big Pharma eru mafía, og rökin fyrir því að forstjórar slíkra fyrirtækja hafi markaðssett Covid-19 eru yfirgnæfandi, bæði sjúkdóminn og þykjustulyfin, þykjustubóluefnin. Það er búið að viðurkenna að þetta kom af tilraunastofum, en ekki að þetta hafi verið viljndi gert, heldur er enn talað um "fyrir slysni". Hversu miklar líkur eru á því þegar talað var um að það þyrfti að fækka fólki, eins og gert var í Þriðja Ríkinu í Þýzkalandi Hitlers? Ríkasta fólkið á jörðinni lifir sníkjulífi á almenningi, það er ekkert nema staðreynd, og mér er sama þótt ég sé kallaður kommúnisti fyrir að halda þessu fram.
Danir lifa nú á megrunariðnaðinum að miklu leyti. Megrunariðnaðurinn er að verða æ stærri þáttur í Big Pharma samsærinu, eða risalyfjafyrirtækjaviðbjóðnum eins og þetta er réttnefnt á íslenzku.
![]() |
Grennti sig og kynlífið varð betra |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
14.3.2025 | 02:04
Fortíðin geymir stærri skjálfta og stærri gos en við nútímafólk þekkjum. Slíkt getur endurtekið sig, eða orðið verra
Það er ekki búandi hér á Reykjaneshorninu. Stjórnvöld ættu að sjá sóma sinn í að byggja upp annarsstaðar á landinu eins fljótt og auðið er. Ekki nóg með að eldgos verði nálægt byggð næstu 200 árin, heldur má búast við ýmsum skjálftum, bæði stórum og smáum.
Til eru bækur sem hafa verið skrifaðar um möndulsnúning sem verði og að það verði heimsendir nokkurskonar, skjálftar þvílíkir að það hefur ekkert mannlegt þekkt, og lönd óbyggileg sem áður voru í byggð. Þessu var spáð um aldamótin 2000. Kannski getur þetta gerzt þótt sá spádómur hafi ekki ræzt. Um það var skrifuð bók og þýdd á íslenzku. Síðan er segulsviðið að veikjast og færast, ózonlagið að minnka aftur, samkvæmt einhverjum fréttum, mengun hafsins alltof mikið, skógareyðing og fleira. Plastmengunin er einnig algjörlega hrikaleg.
Miðað við að fólk hefur verið að ergja máttarvöldin með syndum er ég ekki bjartsýnn á að náttúruhamfarir verði mildar í framtíðinni. Það má búast við að þær verði verri en nokkrusinni fyrr.
Auk þess er hamfarahlýnunin staðreynd, og hörmulegt að ekki skuli hafa verið brugðizt við henni sómasamlega.
![]() |
Mikil hrina skjálfta við Reykjanestá |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
13.3.2025 | 00:17
Flokkurinn sem boðar að Trump megi kaupa Grænland er orðinn næststærstur á Grænlandi, 24.5% Það eru stór tíðindi
Oft er eitthvað sagt í framhjáhlaupi á RÚV sem vekur áhuga minn, eins og þegar fréttaskýrandinn sagði að flokkurinn sem vildi leyfa Trump að kaupa Grænland væri orðinn næststærstur. Ég var ekki viss um að ég hefði numið þetta rétt, en engu að síður kemur þetta líka fram í fréttinni sem tengd er við bloggið, svo augljóst er þetta.
Naleraq tvöfaldaði fylgi sitt, úr 12% í 24.% prósent, en Demokraatit er stærstur, með 29.9%. Þannig að þótt Björn Bjarnason hafi skrifað að "Grænlendingar hafi ekki áhuga á að kasta sér í fangið á Trump," þá mætti samt fullyrða að mikill og vaxandi áhugi sér á einmitt því meðal Grænlendinga, og að næststærsti flokkurinn hafi það á stefnuskrá sinni, Naleraq. Það er þó rétt að hægrisveifla er í Grænlandi, því ég trúi Birni Bjarnasyni að Demokraatit sé frjálslyndur hægriflokkur.
Þegar allt kemur til alls þá hefur áhugi Trumps á að kaupa Grænland verið eins og vítamínsprauta í sjálfstæðisbaráttu þeirra, og áhuginn erlendis frá staðfestir það að Grænlendingar eru komnir vel á heimskortið með aðstoð Trumps.
Hér er því enn ein sönnunin fyrir því að óvinir og hatursmenn Trumps og hans stjórnmála fara síður en svo með rétt mál nema stundum.
![]() |
Demokraatit sigurvegari kosninganna á Grænlandi |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)
Það hefur ekki farið framhjá neinum að svona skuggalegum atburðum fer fjölgandi á okkar sundraða landi. "Að ósi skal á stemma" segir orðtækið, og það merkir að ekki þýðir að taka á afleiðingum vandans heldur orsökunum.
Endalaust er hægt að fjölga í lögreglunni ef sundrung vex í okkar samfélagi og ólga. Oft er það svo að mannúðin skilur eftir sig upplausn, en reglufestan hirðir ekki um slíkar ýtrustu kröftur alltaf.
Maður veltir fyrir sér hvers vegna það er ein aðalfréttin í Stöð 2 og á RÚV í gær að transmanneskja hættir við ferð til Bandaríkjanna vegna stefnu núverandi stjórnvalda. Er þetta eitthvað sem íslenzka þjóðin ræður við? Hvers vegna er verið að jafna svona fréttum við manndráp, þegar þessar fréttir eru mest áberandi í fréttum kvöldsins?
Ég hef oft sagt og skrifað að maður þarf ekki að vera trúarnörd til að vilja hóflega íhaldssemi á þessu landi. Ekki aðeins það, heldur er það annað að íhaldssemi var hér áður fyrr ekki bundin við hægristefnuna, því Alþýðubandalagið var einn helzti íhaldsflokkur landsins, með firna sterkar áherzlur í málrækt, landvernd og menningarmálum.
Vinstri grænir skröttuðust til að brenna alla þá arfleifð til grunna með öfgafemínisma og þurfa því að byrja á grunninum aftur.
Fólkið þarf sjálft að leita til fortíðarinnar, alveg eins og gerðist í Bandaríkjunum.
Trúarbrögðin kenna okkur margt því þar er vizka aldanna, fyrri kynslóða saman komin.
![]() |
Rannsaka manndráp á Suðurlandi |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
11.3.2025 | 06:03
Samstilling virðist nú syndanna tákn, ljóð frá 18. nóvember 2003
Er hagsmunum misboðið harðlega þá?
Hvort hefur ei mannskarinn botnað í því?
Saklaus í syndinni
svamlandi frægðanna dama.
Markið í myndinni,
mun vera þessum til ama.
Áður ríkti önnur þrá,
er nú sjálfið horfið vina?
Reynir því að rembast upp á ný,
reksnið gildir síður þó um hina.
Samstilling virðist nú syndanna tákn,
sérkenni metur því hjörðin þinn dag.
Umbreyting, umpólun,
einhver má kjarnanum breyta.
Sorgleg er sum skólun,
sargið vill íhaldið þreyta.
Horfin inní himnabákn,
hafa eðli sínu glatað.
Kemur ekki kæti sinni í lag,
kölskar gátu því á sigur ratað.
Aðstaðan veitir þér áfram stríðsrétt,
allt það var mölvað en reglunum breytt.
Smámenni smjattandi,
smyrjandi viðaukum þykkum.
Snældurnar snattandi,
snapandi á valdanna skikkum.
Fór sú góða kona í klett?
Koma saman annarsstaðar.
Jafna, rétta þjóðin verður þreytt,
þessi tölva í villum einum blaðar.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
10.3.2025 | 00:06
Kristilegir þankar
Bæn, iðrun, vitnisburður og fyrirgefning. Já, ég vil aðeins fjalla um þessi atriði.
Ég iðrast þess að hafa farið inní þennan heim á milli lífa.
Ég vil fyrirgefa sjálfum mér og öðrum.
Vitnisburðurinn er allt sem við gerum frá upphafi til enda.
Bænin já, hún er ekki fyrir mér að biðja til eins guðs. Samkvæmt Ásgeiri Blöndal er orðið komið úr armensku, bhani, ban, í merkingunni ræða. Gríska phone, rödd. Skylt bann. Það er aftur skylt að forbæna, bölva.
Guðir heyra, jafnvel það sem sagt er í andanum. Bænin er því bæði hatur og ást eða neikvæð og jákvæð, hún leiðir okkur á milli skeiða í vitund Vila.
Þótt ég forvitni mín sé mikil þegar kemur að heiðum trúarbrögðum og allskyns kukli og femínisma, þá finnst mér það dýrmæta úr barnæskunni vera auðmýktin í kristninni sem ég upplifði í bernskunni.
Það sem maður heldur eftir af barnatrúnni er eitthvað slíkt. Maður getur þó ekki verið auðmjúkur gagnvart því sem manni finnst augljóslega rangt.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
Ég var að horfa á myndina Oppenheimer í sjónvarpinu. Skelfilegur sársauki og iðrun er gegnumgangandi þráður í gegnum myndina, eins og Oppenheimer hafi gengið í gegnum Helvíti á jörð fyrir að hafa fundið upp kjarnorkusprengjuna - og séð eftir öllu saman.
Í örvæntingu sinni reyna Evrópulöndin að magna upp nýtt kjarnorkuvopnakapphlaup eins og það sé svarið við uppgangi Rússa og annarra BRICS þjóða.
Ef fólk heldur að heimurinn sé svarthvítur þá er auðvelt að ýta á kjarnorkuhnappinn og enda þetta líf og valda heimsendi.
Ef fólk heldur að allir sem eru ósammála sér séu einræðisherrar, stríðsglæpamenn, hefnigjarnir og harðstjórar, þá er auðvelt að hata og ganga í herinn eða byrja stríð
Vil minna á fjölmörg Youtube myndbönd þar sem fjallað er um að heimska sé hættulegri en mannvonzka.
![]() |
Vill kanna möguleika kjarnorkuvopna |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
8.3.2025 | 00:38
Ég ætlaði mér að verða vinsæll tónlistarmaður, en til þess þarf pólitíkin að vera rétt
Það hefur sýnt sig að það þýðir ekki að gagnrýna konum í nútímanum. Þeir sem gagnrýna konur eru ógeðslegir og gamaldags, karlrembusvín og risaeðlur.
Það er ekki hlustað á slíkt, fyrr en eftir á, í fyrsta lagi, en betra er að finna karlkyns blóraböggla og það ættu að finnast alltaf einhver ráð með það.
Ennþá er það svo að minn helzti draumur er að slá í gegn sem tónlistarmaður og lifa af listinni. Ég hef samið ýmis lög sem eru hlynnt femínismanum og var einlægur í því. En það skrýtna er að ég man ekkert eftir því að hafa samið þessi lög, eins og ég hafi verið fullur.
Eina gilda ástæðan fyrir því að ég fór að blogga hérna var að ég vildi aflétta slaufun minni sem tónlistarmaður, og sýna að ég væri femínisti. Síðan kemur það fyrir að allskonar bull er í gangi sem maður fer sjálfur að bulla um. Það er bara truflun frá því að vera tónlistarmaður. Maður á ekki að vera pólitískur ef maður vill vera listamaður.
Ég er ánægður með þessa ríkisstjórn og ég er ánægður með þessa borgarstjórn. Ég er ánægður með þessar konur við völd.
Engir meiriháttar skandalar hafa komið enn fram svo hvað er fólk að kvarta?
Ég er ánægður með konur við völd. Hægt er að búast við að allar þessar konur geri góða hluti í borgarstjórn og ríkisstjórn. Vonandi.
Ég nenni ekki að vera nöldrari.
![]() |
Vill skýra atvinnustefnu á Íslandi og boðar nýtt ráð |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (5)
7.3.2025 | 06:38
Maður getur fyrirgefið öðrum sem eru ósammála manni ef maður skilur að fólki er fjarstýrt frá öðrum hnöttum
Einstaklingum okkar jarðar er fjarstýrt frá öðrum hnöttum og ég er enn á þeirri skoðun. Það er ein helzta ástæðan fyrir því að tilgangslaust er fyrir smámenni eins og mig að fjalla um eitthvað, það breytir eiginlega engu. Það eru eigendur einstaklinganna sem koma inn hugmyndum þeirra, stjórna þeim.
Þetta getur hjálpað manni til að skilja annað fólk og fyrirgefa því jafnvel framkomu sem er særandi.
Reyndar er það svo að fólk tilheyrir hjörðum og innrætingin fer fram í gegnum samfélagsmiðla, vinahópa, skóla, bækur og fjölskyldumeðlimi, en á bakvið hjarðirnar standa eigendur, djöflar eða guðir eða mannkyn sem standa ofar okkar mannkyni, stundum samt ekki svo mjög.
Það er tilgangslaust að reyna að kenna fólki. Það er einnig tilgangslaust að halda að með listinni sé hægt að verða andlegur leiðtogi. Slíkir tímar eru liðnir. Allt listafólk í dag fellur í grófum dráttum - með undantekningum auðvitað - undir það að vera egóistar. Þannig egóistar vilja fá hrós og klapp eða smá fjárstuðning í formi sölu, en það er ekki að fara að breyta heiminum, nema þá sem meðlimir hjarðar.
Ef einhver kemur fram með sannleika sem þá hefur það ekki áhrif. Sundrungin er of mikil til að það hafi áhrif.
Til að heimsspekingur verði þekktur þarf hann viðurkenningu. Áður fyrr, þegar samfélagsmiðlar voru ekki til, aðeins bækur, þá voru auðvitað líka til heimsspekingar sem ekki urðu frægir, en margir urðu þó frægir vegna þess að fjöldann þyrsti í sannleika og speki. Nú er offramboðið á svo mörgum sviðum þannig að við daufheyrumst við flestu.
Til að skilja þróun veraldarinnar þarf maður að sjá hvert við erum á leiðinni, til Vítis, og hvers vegna.
Trúarbrögðin kenna mörg að það sé vegna synda okkar. Auðvitað er það rétt. En það er bara ein skýring af mörgum.
Mannkyn koma af öllum stærðum og gerðum eins og við mennirnir. Í fjölheimunum má búast við því.
Þótt það geti verið að við séum í sýndarveruleika eins og sumir vísindamenn halda fram, þá er það svolítið önnur pæling að segja að alheimurinn sé ekki til, eins og heimsspekingur sagði við mig í svari í athugasemd. "Allt lygi sem í alheiminum er þar af leiðandi?" Það er pæling sem er allrar athygli verð.
"Myndbirting
meginguðs.
Esus, Ljósi,
Önd ok Niflur.
Ljóseindir
es Loki ok hvaðeina.
Heimsfellir
ok Haftaloka".
Þetta vissu landnámsmennirnir og skráðu. Varðveittist ekki til okkar daga nema í brotum og sumt af þessu.
Nei, það sem ég vildi bæta hér við á skýrari íslenzku, að við lifum í sýndarveruleika þýðir ekki það sama og að heimurinn sé ekki til. Núna fyrst á okkar tímum eru vísindamenn farnir að komast þar sem drúíðar höfðu hælana. Ekki skrýtið að maður leiti til þeirra.
Þessu skylt er að skammtaeilífð getur líka verið refsing og er það oft og einatt, en stundum þó ekki.
"Haftaloka" er heimsblekking.
Loka er orð úr sanskrít og merkir reikistjarna. Við lifum á einni slíkri reikistjörnu. Ýmis heiti er hægt að skilja á mörgum plönum.
"Haftaloka" er þannig tilvera eða mannfélag eins og okkar þar sem höftin eru til staðar að óþörfu. Þar er heimsblekkingin.
En við þurfum meira af kærleika og fyrirgefningu. Ef fólk notar ekki gömlu aðferðirnar, kristni eða önnur eldri trúarbrögð, þá þarf að finna nýjar.
Mig langar til að venja mig af þeim ósið að fjalla um eitthvað og koma með það sem mér finnst.
En nýlega setti ég færslu á Fésbókina þar sem ég lýsti því yfir að ég væri enn femínisti - að nokkru leyti, úr því ég styddi hina nýju ríkisstjórn kvennanna.
Nú er það ljóst að Inga Sæland er ekki eins lýtalaus og haldið var. En ég kaus hana ekki, ég sá það fyrir að þar yrði bara annað stjörnuhrap og vonbrigði. Allt þetta stjórnmálafólk er fast á hjóli eigingirninnar og sjálfhverfunnar. Það hefur jú hugsjónir oft og einatt, en síðar tekur bara dýrðin við, glysið og sjálfsánægjan að vera kominn með ráðherralaun og allt það.
En fólki er stjórnað. Ég mun því aldrei verða vinsæll tónlistarmaður á þessari jörð, eins og mig dreymdi um. Nema ef eigendur þessa mannkyns sjá sér hag í því, og aldrei að segja aldrei í þeim efnum.
Að hafa rétt fyrir sér, það er ekki mitt keppikefli. Aðrir mega alveg hafa rétt fyrir sér, eða vera vinsælli en ég í tónlist.
Það eru eigendurnir sem ráða, og tala í gegnum fólk.
Það situr fyrir framan tölvur, og fólk talar það sem það vill að það tali.
Ef við hugsum um allar sálirnar sem hafa dáið og farið frá jörðinni.
Hvað á allt þetta fólk að gera?
Það fær stöðuhækkun stundum. Eða stöðulækkun. Aftur í sama bekkinn, eða miklu verri bekki.
Þeir sem fá stöðuhækkun fá að stjórna svona fíflum eins og okkur.
Eins og ég segi, ég hef óbeit á því að hafa rétt fyrir mér eða að ef ég skyldi geta orðið vinsæll tónlistarmaður. Þó hef ég stundum sózt eftir vinsældum og öðrum sem ég hef óbeit á stundum.
Rökræður við bjána á þessari jörð eru hræðilega tilgangslausar. Fólk þarf að þóknast eigenda sínum. Fólki er skítsama um sannleikann. Tilhvers eru þá samræður? Til einskis.
Það er miklu áhugaverðara að skilja hvaða lögmál búa þar að baki.
Málið er þetta, sama hvernig fólk tjáir sig, hvort maður er ósammála því eða sammála, það skiptir ekki máli. Sem sé, heimurinn ferst ef það er vilji eigendanna.
Það sem sumir vita ekki er að þótt ýmsir telji að við lifum í sýndarveruleika þá er hann öðruvísi en fólk heldur, því hann hefur afleiðingar og veruleikatengingu. Ákvarðanir okkar skipta því máli og þetta líf allt í heild sinni hjá hverjum og einum.
Kærleikurinn, friðurinn, hamingjan, þetta eru atriði sem skipta máli.
Þú lesandi góður getur snúið á eiganda þinn með því að vera meðvitaður um tilvist hans, sem er að pikka á sína tölvu og stjórna þér, eða reyna það, því stundum mistekst það líka.
Dr. Helgi fjallaði um draumgjafana. Það er eitt orð, en lýsir þessu ekki til hlítar. En lucid dreaming er hugtak á ensku sem er merkilegt, og það þýðir meðvitaður draumur eða gegnsær draumur, þegar fólk veit að það er að dreyma, í svefninum.
Yfirleitt gerist þetta þegar fólk er að vakna, þegar tengslin við draumgjafann eru að rofna. Það er einnig þetta tímabil þegar hægt er að muna draumana, en oftast aðeins stutta stund á meðan maður er að vakna.
Ég hef stundum snúið á eigendur mína með því að kjósa það sem ég vil EKKI kjósa. Það er ákveðinn brandari í vítum af okkar tegund til að rugla eigendur okkar.
Þetta veldur ákveðinni endurstillingu í stutta stund. Ég mæli með þessu, sérstaklega á okkar tímum þegar kosningar eru yfirleitt marklausar og brandarar eigenda okkar, á okkar kostnað.
Maður er að sóa sannleikanum á fólk sem ekki kann að meta hann. Það á maður ekki að gera. Eins og Bubbi Morthens sem kann að smjaðra og ljúga stöðugt, þannig á maður að vera. "Einatt flaggandi smælinu góða við fjandann í sátt". (Megas:"Ef þú smælar framaní heiminn").
Ef maður er hræsnari og samvizkulaus, þá gengur manni vel, annars ekki.
En ég ætlaði að fjalla um fyrirgefningu og kærleika af því að það er hagnýtt.
Stundum þarf maður að fara í útúrdúra til að fólk fatti og viti að maður hafi einhverja þekkingu.
Ef maður kemur með einföld ráð þá hljómar það stundum eins og hroki. Ef maður birtir ráðin í löngu máli eins og hér, þá fatta sumir sem er snjallir að maður er búinn að fá þekkinguna með þjáningu og með því að hanga á tré eins og Óðinn.
Já, friðsemd og það, fyrirgefning.
Það er gott að hafa það í huga að fólk sem þú ert ósammála það hefur ekki þær skoðanir sem það þykist hafa, heldur eigendur þessa fólks. Það er samt ekki alveg afsökun að vera andsetinn og huglaus, nema að hluta til.
Þegar búið er að eyðileggja fólk viljandi þýðir lítið að biðja fyrir því, nema að margir biðji kannski.
Þetta er allt mjög sorglegt.
En það sem ég vildi sagt hafa er þetta:
Það skiptir ekki máli hvort Trumpistar sigra eða Bidenistar. Á endanum erum við leikmenn og eigendur okkar ráða og bera ábyrgð, en ekki við. Sem er þó að vísu einföldun, því við berum smá ábyrgð. Við getum fríað okkur undan dáleiðslunni og eigendum okkar, en þorum það sjaldnast.
En hvað fyrirgefninguna varðar þá þarf að segja þetta, að við erum tröllabeita. Ég hef skrifað um það oft áður en enginn hefur skilið það, jafnvel ekki þeir snjöllustu.
Ég vil ekki útskýra þetta í smáatriðum vegna þess að veruleikinn er í andstöðu við pólitískan rétttrúnað og froðumenningu nútímans.
Eða sem sagt: Sannleikurinn er ekki í samræmi við pólitískan rétttrúnað.
Ef maður lætur það ekki eftir sér að hafa skoðanir þá endar maður eins og gamla fólkið sem er orðið svo lokað inni í sínu bergmáli að það heyrir hvorki í sjálfum sér né öðrum. Nóterið vel að margt ungt fólk í okkar nútíma er jafnvel eldra og huglausara en margt fólk sem er aldrað í árum talið.
Þannig að aldur er afstæður og þeir yngstu oft þeir elztu. En nóg er til af fólki á mömmu aldri og pabba aldri sem tekur við engum nýjungum, hlustar á ekkert sem maður segir, skilur ekkert sem maður segir. Það er það sem ég á við. Það er óháð líffræðilegum aldri, en þó er það náttúrulögmál að ungt fólk er frekar móttækilegt, þótt það sé ekki alltaf þannig.
En fyrirgefning og skilningur og að umbera leiðinlegt fólk sem við erum ósammála. Hvernig gerum við það?
Í alvöru, þetta er rétt hjá mér, eigendur okkar stjórna okkur. Þessvegna er fólk mjög oft ekki marktækt.
Minnimáttarkenndin stjórnar fólki. Það rígheldur sér í lygina sem það lærði í hópnum, hlustar ekki á sannleikann, skilur ekki, fattar ekki, vill ekki skilja, vill ekki fatta, til að missa ekki tengslin við hópinn sem er uppfullur af einhverjum þvættingi.
Fréttirnar í dag eru beita fyrir okkur, tilgangur þeirra er að láta okkur rífast og haga okkur eins og fífl, því þá hlæja eigendur okkar sem horfa á raunveruleikasjónvarpið, okkur.
Ég er hættur að birta ljóð eftir mig, ég fæ hvorki hrós né lestur né peninga fyrir þau, ekki frekar en tónlistina.
Þannig endar þetta kannski að lokum að maður hættir alveg að nenna að tjá sig.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
7.3.2025 | 01:49
Rökstuðningur fyrir ályktunum um heilaga þrenningu drúíða
Ég held áfram að fjalla um guðina Taranos, Esus og Teutates vegna þess að ég er að reyna að skrifa um þetta bók. Þegar maður hefur mikinn áhuga á einhverju vill maður gjarnan tjá sig um það.
Almennt eru fræðimenn ekki sammála um að þessir guðir myndi heilaga þrenningu, en samt hefur það verið svo áleitin hugmynd að margir hafa reynt að rökstyðja það, en án árangurs, því ritheimildir skortir.
Vegna þess að engin goðsögn hefur varðveizt í rituðu formi um guði Gaulverja (Kelta Evrópu fyrir um það bil 2000 árum, sérstaklega í Frakklandi til forna), þá er þetta mjög spennandi viðfangsefni og nokkurskonar ráðgáta og púsluspil.
Það þýðir að maður verður að byrja einhversstaðar til að fá fótfestu, eða svo þetta sé útskýrt með öðrum orðum, maður verður að mynda þekkingargrundvöll með því að slá einhverju föstu sem hægt er að sanna, að eins miklu leyti og mögulegt er.
Triskelion er nafn á tákni sem talið er keltneskt og oft notað til að lýsa því sem er keltneskt. Þríþyrill er mín þýðing á triskelion, en það er mynd af þremur spírölum sem mætast í miðju. Þrífætla er bein þýðing, en þríþyrill lýsir þessu myndrænt betur með orðum og er meira lýsandi nýyrði.
Ég nefni hér triskelion eða þríþyril sem dæmi um það hversu oft þrenningin kemur fyrir í gaulverskri og keltneskri goðafræði. Það eitt og sér styður þá tilgátu að guðir og gyðjur hafi myndað margar slíkar þrenningar, heilagar, í þeirra goðafræði.
Annað er það, að þetta þekkist úr eiginlega öllum öðrum trúarbrögðum nágranna þeirra, og Sesar og aðrir sögðu að margt væri líkt með drúízkunni og rómverskri goðafræði.
Esus er sýndur á steinsúlu sem maður sem heggur tré með meitli eða öðru verkfæri. Þetta er um það bil allt sem vitað er um guðinn Esus, fyrir utan að rómverska skáldið Lucan skrifaði um hann og minnzt er á hann annarsstaðar. Vitað er að fólki var fórnað fyrir Esus með hengingu, og að fólki var fórnað fyrir Taranus með því að brenna fólk dautt eða lifandi í stórmanni, eða tágamanni, eða það er talið, og þá afbrotamenn innan gaulverska samfélagsins, og að fólki var fórnað fyrir guðinn Teutates með því að drekkja því.
Ekki er vitað með vissu hvort mannfórnir hafi farið fram til að blíðka aðra guði Gaulverja.
Þetta er býsna mikið, þetta sem vitað er, því af þessu má draga ályktanir sem hljóta að standast.
Það að líkneski fannst undir Notre-Dame kirkjunni í París með nafni og skúlptúr af guðinum Esusi, það segir ekki lítið. Þegar við bætist að á þessari steinsúlu er hinn frægi keisari hylltur, Tiberius Claudius, og þar að auki aðalguð Rómverja, sjálfur Júpíter, það gefur þessu ekki svo lítið vægi.
Notre-Dame kirkjan er ein frægasta kirkja í heimi, eitt af kennileitum Frakklands, og hefur verið það lengi. Hún var byggð árið 1163, en yfir dómkirkju heilags Etiennes sem var Frankakonungur frægur af Mervíkingaætt, og hann reisti þessa dómkirkju árið 538 eftir Krist. Hans dómkirkja var hinsvegar reist þar sem áður hafði gríðarmikið hof heiðið verið, helgað heiðnum guðum, gallverskum og rómverskum, en ekki er vitað hvenær það var reist.
Bæði þegar Notre-Dame kirkjan var reist og svo dómkirkjan 538 var flestu rutt í burtu sem fyrir var og því eytt, steinar brotnir, timbur brennt.
Líkneskið af Esusi er því aðeins fátækleg leif af því sem áður var stórkostleg skreyting í hinu mikla heiðna hofi sem þarna var staðsett í upphafi.
En það er almennt talið að kirkjur hafi verið reistar þar sem áður voru heiðin hof, og eftir því sem kirkjurnar eru stærri og frægari í hinum kristna sið er talið að hofin heiðnu hafi verið eftir því að sama skapi stór og vegleg, og tilheyrt meiriháttar guðum en ekki minniháttar í hinum heiðna sið.
Líkur benda því alveg eindregið til þess að Esus hafi verið meiriháttar gaulverskt og keltneskt goð en ekki minniháttar.
Þó er það svo að áletranir með nafni hans finnast ekki mjög víða í Evrópu.
Góðir fræðimenn láta slíkt atriði hvorki blinda sig né blekkja.
Til eru vandaðar heimildamyndir sem fjalla um Rómarkeisara.
Vespasíanus sem ríkti frá 69-71 eftir Krist var fyrstur flavíönsku keisaranna.
Í stjórnartíð þeirra náði ritskoðun ef til vill hámarki.
Gyðingar sem hafa búið til Youtubemyndbönd og skrifað bækur um þetta hafa rannsakað þetta öðrum betur og fjallað um ítarlegar en flestir aðrir, til þess að gagnrýna kristindóminn, og fullyrða að hann hafi verið rómversk uppfinning. Ennfremur til að sýna fram á að ásökunin um að Gyðingar hafi verið valdur að krossfestingu Krists sé komin frá þeim sem skrifuðu Nýja testamentið, sem sumir halda fram að hafi verið rómverskir sagnaritarar með hjálp manna eins og Jósefusar Flavíosar, sem var Gyðingur sem snérist til fylgilags við Rómverja og varð ríkur og frægur fyrir þau umskipti, eða svik, hvernig sem á það er litið.
Þar kemur fram að bæði Flavíanar og mjög margir aðrir keisarar í Róm hafi notað aðferðir einræðisherra til að endurskrifa söguna og auka völd sín.
Þeir brenndu bækur og handrit, þeir drápu drúíða, kristna menn, Essena, Gnostíka og fjölmarga aðra, til þess að þagga niður í fólki, búa til eina söguskoðun, útrýma sönnunagögnum og heimildum um annað en það sem þeir héldu fram.
Þegar maður tekur tillit til þess að rómverskir keisarar, einræðisherrar, hershöfðingjar og aðrir valdamenn, og síðar kirkjunnar menn reyndu að útrýma heiðnum menjum og drepa heiðið fólk, eins og þegar slíkt var gert við fyrstu kristnu mennina, þá dregur maður þá ályktun að skorturinn á heimildum er það sem gera verður ráð fyrir, og geta því í eyðurnar alveg samkvæmt því.
Það þýðir, að þetta eina stóra líkneski af Esusi er eiginlega sönnun fyrir því að til voru margfalt fleiri slík líkneski áður, þeim var hreinlega eytt, bæði af Rómarkeisurum og kirkjunnar mönnum síðar, auk þess sem veðrun og annað hefur haft sitt að segja.
Síðan er hægt að vera viss um það að eitthvað var skráð á bókfell, og sennilega margt og mikið um þessi goð. Hugsanlega er það enn til í einkabóksöfnum eða í leynihvelfingum Vatikansins. Flestu var þó eytt.
Hægt er að bæta fyrir glæpi gegn mannkyninu. Það var glæpur gegn mannkyninu að drepa drúíða og aðra Kelta. Það var einnig glæpur gegn mannkyninu að brenna rit þeirra, brjóta líkneskin og brenna hof þeirra.
Mannkynið þarf á þessum upplýsingum að halda núna og þessari trú. Af þeim litlu púsluspilum sem enn finnast má draga upp mynd.
Mín skoðun er sú að trúin á Esus hafi breyzt í tímans rás. Sú ályktun er ekki útí loftið heldur studd með rökum og þeirri þekkingu sem ég hef aflað mér.
Það að Esus finnst í hofinu undir Notre Dame kirkjunni frægu það ætti að segja öllum fræðimönnum að trúin á hann hafði sérstöðu.
Páfinn í Róm er af sumum kallaður erkidrúíði, og sumir halda því fram að kaþólskan sé eftiröpun á drúízkunni. Það er heillandi kenning, en erfitt er að vera viss.
Drúíðar voru prestar Gaulverja, ef svo má segja, eða goðar þeirra, galdramenn, seiðmenn.
Esus var sá guð sem drúíðar tignuðu áður fyrr, myndi ég halda. Rétt eins og Óðinn var guð skálda, goða, völva og spámanna heiðinna, síður guð almennings.
Þessi heilaga þrenning, Taranis, Esus og Teutates voru nokkurskonar títanir Gaulverja, eða fornir guðir sem tengdust frumsköpuninni. Úranus og Chronos eru dæmi um slíka guði meðal Forn-Grikkja.
Heiðin trúarbrögð Germana eru ólík, en sumt er líkt með þeim. Aðeins fáein trúarbrögð af germönskum uppruna eru til niður skráð, það eru hindúatrúarbrögðin, rómversku trúarbrögðin, grísku trúarbrögðin, norrænu trúarbrögðin og írsku og welsku trúarbrögðin. Síðan eru fleiri sem sífellt er verið að uppgötva betur og betur, með fornleifauppgröftri og samanburðarannsóknum.
Sameiginlegt einkenni er að fyrstu guðirnir voru oft og einatt skrímsli og tröll, eða miklu flóknari og andstæðukenndari en seinni guðir sem voru tignaðir.
Það að fórnir voru færðar Taranosi, Esusi og Teutatosi finnst mér eindregið benda til þess að þá megi flokka með títönum, eða tröllum og þursum. Þeir tengjast því sköpunarsögu Gaulverja að öllum líkindum.
Við þurfum að gera því skóna að mannslífið hafi verið dýrmætt og heilagt Gaulverjum, þrátt fyrir þær mannfórnir sem þar fóru fram.
Það er fordómur að segja að mannfórnir beri endilega vott um villimennsku. Það er bara framandi fyrirbæri í okkar menningu, og villimannlegt við fyrstu sýn.
Fóstureyðingar þykja sjálfsagðar í nútímanum. Þar er villimennskan meira falin en til forna, en fyrirbærið er svipað og mannfórnir að ýmsu leyti.
Til að skilja hugmyndafræði fornmanna þarf maður að kynna sér þeirra trúarbrögð og þeirra menningu, hvað liggur til grundvallar, hverskonar rök gerðu það að verkum að þeim fannst þetta nauðsynlegt.
Sumir guðir Gaulverja voru heimilisguðir, ef svo má segja, til að hjálpa til við daglegt líf eða blessa og auðvelda lífið. Flestir guðir þeirra og gyðjur voru þannig, 99% þeirra.
Það er talið samt nokkuð trúlegt að Taranos, Esus og Teutates hafi verið blíðkaðir með mannfórnum. Fornir ritarar skrifuðu um það, og ævaforn lík hafa fundizt sem hafa gefið tilefni til að ályka sem svo að staðfesting sé á lýsingum fornum með þeim.
En hversvegna fóru mannfórnir fram og hverskonar guðir voru það sem þáðu slíkar fórnir? Eða hversu reiðir, hættulegir og máttugir voru þeir guðir sem þáðu slíkar fórnir, eða sem talið var nauðsynlegt að fremja slíkt fyrir?
Eins og fyrr segir, þetta bendir til enn eldri tíma, þetta bendir til villimennsku sem ekki var hægt að uppræta með auðveldum hætti eftir því sem menningunni fleygði fram.
Oft var það svo að sköpunarguðir ævafornir voru taldir óvenju grimmir og hættulegir einnig á sama tíma.
Annað í þessu, það er samfélagslegt skipulag, lög og reglur innan fornra samfélaga.
Lögregla var ekki til á þessum tíma. Dómararnir voru prestarnir, drúíðarnir. Á þingin mættu fulltrúar stéttanna, og töluðu fyrir almúgann og aðrar stéttir.
Mannfórnirnar voru nauðsynlegur þáttur í samfélaginu, til að landsmenn væru löghlýðnir. Með þessu sýndu drúíðar vald sitt, sem yfirstétt, þannig var lögum haldið og reglu.
Það var tekið fram að afbrotamenn voru teknir af lífi með þessum hætti, en stundum voru ástæður aðrar, trúarlegar, eða til að blíðka guðina til að vinna sigur í orrustu, eða létta af plágum, eða í öðrum tilgangi.
En af öllu þessu má augljóslega draga þá ályktun að fólki var fórnað fyrir meiriháttar guði og hættulega guði en ekki smáguði sem var beðið til daglega til að hjálpa að ýmsu leyti í daglegum kringumstæðum.
Gaulversku trúarbrögðin voru fjölgyðistrúarbrögð, valdið dreifðist á marga guði, en ekki einn guð eins og í kristninni.
Það að fólki var fórnað fyrir Taranos, Esus og Teutatos er því nokkuð góð vísbending og jafnvel sönnun fyrir því að þeir voru einhverskonar yfirguðir eða aðalguðir þessa samfélags.
Enn fremur eru þessir þrír guðir tákn um þrjú frumefni, loft, eld og vatn. Það segir svo margt að draga má mjög traustar ályktanir af því.
Esus var sama tákn og nautið í Míþrasardýrkuninni og sama táknið og Jesús Kristur í kristninni, hann deyr fyrir mannkynið, en samt er þetta alls ekki svo einfalt í drúízkunni, þar er þetta miklu flóknara.
Það er Teutates sem heggur greinarnar af lífsins tré, hygg ég að rétt sé. Esus er tákn um lífsins tré. Þetta kom einnig fram í Passíusálmum Hallgríms Péturssonar:"Um hið visnaða og græna tréð", 32. Passíusálmur.
Ég held mikið upp á Passíusálmana. Ég fór að dýrka Megas fyrst fyrir alvöru eftir flutninginn á þeim árið eftir að ég fermdist, 1985. Dulmáttugur boðskapur Passíusálmanna nær yfir mörk kristninnar yfir til þess heiðna.
Það er Jesús sem er hið græna tré í þessum Passíusálmi.
Síðan er annað í þessum heiðnu trúarbrögðum, sérstaklega þessari heilögu þrenningu drúíðanna. Það er að stöðug skörun á sér stað á milli þessara þriggja guða.
Skírnin er skörun, við Jórdan, eins og segir í sálminum. Jóhannes skírari og það allt.
Þetta er of flókið goðfræðilegt atriði til að vera hér, og ég býst við að hér vanti goðsögn uppá sem ekki er til staðar, en fannst áður, um samskipti þessara guða. En vitað er að Teutates var og er guð vatnsins.
"Guðs reiðistormur geisa vann, gekk því refsingin yfir hann."
Guð drúíðanna, í merkingunni drottnarinn og refsandinn, eins og Júpíter, æðsti guð Rómverja, var og er þrumuguðinn Taranos, hann sem situr efst á krónu lífstrésins, eða á hesti sínum öllu heldur. Þar sem sonur Taranosar er Teutates, þá kemur refsing yfir hann, en Esus er heilagi andinn. Þetta veldur flækjum sem erfitt er að leysa úr, og þarf meiri umfjöllun en auðvelt er að koma með hér í einföldu máli.
Goðsagnir drúíða verða ekki skildar rétt eða að neinu leyti ef maður temur sér ekki nýjan hugsunarhátt. Í þeim gilda ekki sömu lögmál og í goðsögum Rómverja og Forn-Grikkja.
Munurinn er sá að gagnvirkni gaulverskra guða er meiri og skörun á hlutverkum. Þetta er eitt af því sem ég hef komizt að í rannsóknum mínum.
Enn fremur: Guðirnir skipta um ham oftar og meira í gaulverskum goðsögnum. Þannig er Esus á sama tíma tré, hjörtur og maður, og margt fleira einnig. Þetta getur ruglað fólk og fólk getur átt erfitt með að skilja þetta þessvegna. Það má segja að táknmálið sé svo þrungið og ríkt í þessum trúarbrögðum að það er ekki fyrir viðvaninga eða nýgræðinga að skilja þetta eða sjá um það þetta snýst með auðveldum hætti.
Maður skilur ekki þessa þrjá guði nema skoða þá alla þrjá í heild. Þeir varpa ljósi hver á annan, og gagnvirkni þeirra dugir til að skilja og meðtaka.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Um bloggið
Ingólfur Sigurðsson
Færsluflokkar
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (19.4.): 18
- Sl. sólarhring: 60
- Sl. viku: 491
- Frá upphafi: 142725
Annað
- Innlit í dag: 12
- Innlit sl. viku: 390
- Gestir í dag: 11
- IP-tölur í dag: 11
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar