Gamall kveðskapur eins og kvæðið Ýmir geymir í sér lausnir á vanda nútímafólks og lýsir firringu nútímans og hvernig allir selja sál sína Mammon

Einar Benediktsson er af mörgum talinn bezta skáld landsins fyrr og síðar, en það eru margir um hituna sem fá þann titil frá aðdáendum sínum enda eigum við mörg ljóðskáld lífs eða liðin bæði góð og miður góð og sum frábær og á heimsmælikvarða, eins og Megas til dæmis, sem hefur vissulega farið ótroðnar slóðir í sínum merkilega kveðskap.

Einar Benediktsson er kannski stærsta skáldið sem við eigum, eða í topp tíu meðal mestu þjóðskáldanna okkar að minnsta kosti.

Þegar ég var unglingur gerði ég lög við sum ljóðin hans, aðallega í janúar 1985, fjórtán ára og á fimmtánda ári.

Ég skildi ekki þennan stórkostlega kveðskap, en ég hreifst af hrynjandi og orðkynngi meistarans og þetta kenndi mér eitthvað.

Afabróðir minn, hann Ingvar Agnarsson, kenndi mér að meta skáldskap Einars að verðleikum, öðrum framar. Hann las kvæði fyrir mig eftir sig og aðra, og kenndi mér að hlusta eftir hrynjandi og hvernig ætti að lesa upp kvæði með áhrifaríkum hætti.

Þessi afabróðir minn hélt mest upp á síðustu kvæði Einars, í bókinni Hvammar sem kom út 1930. Að sjálfsögðu fannst mér þessi ljóð eins og latína þegar ég heyrði þau fyrst, full af torskildum orðum og enn flóknari og torskildari setningum. Um Einar Benediktsson hefur það verið sagt að hann hafi barið kvæði sín saman með miklum harmkvælum og troðið inní þau meiri speki en auðvelt sé að láta kvæði innihalda.

Þegar ég les þessar línur úr Ými fer hrollur um mig af hrifningu:

 

"Höfundur sólar bjó heiminum leiði.

Hofborgir guðs voru sokknar í eyði."

 

Þetta kvæði er hrein snilld, varla til betri kveðskapur á okkar máli. Höfundurinn, Einar Benediktsson, vefur saman norrænni goðafræði og stjörnufræði og stjörnulíffræði á sem snilldarlegastan hátt.

Kvæðið geymir stórkostlega vitrun um Big Bang, Miklahvell.

Ég horfði nýlega á Youtube rás vísindalega, "The Universe Existed Before Big Bang", Roger Penrose vísindamaður inntur svara og látinn útskýra.

Í þessu splunkunýja myndbandi er nýrri vísindakenningu lýst, en ég hafði sjálfur mótað mér svipaðar skoðanir miklu, miklu fyrr, eða um tvítugt, enda lærði ég það af Ingvari Agnarssyni og Þorsteini Guðjónssyni að þeir efuðust um Miklahvellsfræðin og töldu alheiminn óendanlegan, eins og Giordano Bruno hélt fram.

Mjög merkilegt myndband frá vísindamanninum.

Ekki er hægt að rekja fyrsta Miklahvell. Endalausar raðir Stóruhvella. Ekki aðeins það, heldur:

A) Myndast nýr Miklihvellur áður en þenslan nær hámarki sínu.

B) Margir Mikluhvellir myndast á sama tíma í fjölheiminum og þróast á sjálfstæðan hátt, næstum því.

C) Þenslan er endalaus og eilíf, og sömuleiðis myndanir Mikluhvellanna.

D) Eins og Guð eða guðleg hönd stjórni þessu öllu, því til að líf myndist þurfa öll hlutföll að vera reiknuð svo nákvæmlega út að það er tæknilega ómögulegt fyrir mannlegan mátt að gera eitthvað slíkt. Eða með öðrum orðum, það er 1 á móti gríðarlegum og ótölulegum fjölda talna að við séum til, að heimurinn sé til og að allt sé eins og það er! Það er kraftaverk og meira en það, og þó trúir Penrose ekki á guð, heldur vill útskýra þetta vísindalega, reyna það.

Kvæði Einars Benediktssonar um Ými, það í raun lýsir þessu og Penrose hefur verið að uppgötva nýlega. Slíkur var innblástur snillingsins Einars, og hefur hann án efa verið undir áhrifum Nýalanna og dr. Helga Pjeturss.

Í kvæðinu fjallar Einar um "skaparans reiði".

Já, hann blandar saman kristni og heiðni á snilldarlegan hátt og jafnvel náttúruvísindum þeim sem voru að mótast á hans tíma en komin nokkuð langt, eins og afstæðiskenning Alberts Einsteins og fleira.

Þetta stórbrotna kvæði Einars Benediktssonar gerir það auðveldara fyrir heiðið fólk að standa hnarreist og vera stolt af sinni lífsskoðun, já eins og sköpunarsaga Snorra Eddu standist vísindalega gagnrýni nútímans!

 

Hér eru fleiri línur úr Ými sem eru gjörsamlega tímalaus snilld:

 

"Hver laut sínum auði, var aldrei ríkur.

Öreigi bar hann purpurans flíkur.

Sá stærðist af gengi stundar, var smár.

Stór er sá einn, er sitt hjarta ei svíkur."

 

Og svo:

 

"Ævi, sem hvergi ber harm né sár,

himninum rænir - og sjóðinum eyðir."

 

Þetta talar beint inní okkar samtíma, við lifum á tímum auðróna og eiginlega allir lúta sínum eigin auði. Slíkt fólk er aldrei ríkt, samkvæmt Einar Benediktssyni. Það eru öreigar sem bera purpurans flíkur. Purpurinn er litur föstunnar, sá litur hefur verið notaður á páskum til að sýna þjáningar Krists á krossinum, og að neita sér um jarðnesk gæði.

Kvæði Einars segir okkur að hin mikla auðsöfnun nútímans sé merki um andlegan skort og andlega fátækt þeirra sem þannig haga sér.

Facebook og aðrir samfélagsmiðlar ganga eiginlega allir út á það sem fjallað er um í þriðju línunni:"Sá stærðist af gengi stundar, var smár."

Og fjórða línan, hún fjallar um það sem eiginlega allir gera ekki nú til dags, þegar allt er svikið, þjóðrækni og samvizka, kristilegar og heiðnar dyggðir og sálin sjálf:

"Stór er sá einn, er sitt hjarta ei svíkur."

Samkvæmt Einar Benediktssyni erum við ÖLL smámenni fyrirlitleg, bara mismikil! Það er satt og rétt.

Áttunda línan í þessu erindi er gagnrýni á Bubba Morthens og fleiri og ástæða fyrir því að ég tel að Bubbi Morthens geti aldrei kallazt þjóðskáld, heldur aðeins lýðskrumari og kommúnisti:

 

"Ævi, sem hvergi ber harm né sár,

himninum rænir - og sjóðinum eyðir."

 

Að vísu hampar Bubbi mikið dópfortíð sinni, og réttlætir sig eiginlega af henni.

En síðan hann kynntist Brynju sinni og skildi við hana og svo Hrafnhildi, sem er núverandi kona hans, hefur líf hans verið dans á rósum og hann hefur varla sungið um neitt annað en eigin hamingju og ríkidæmi sitt sem fjölskyldumanns og sigurvegara á öllum sviðum.

Það er hamingjuganga Bubba Morthens frá 1985 til nútímans með örlitlum frávikum.

En fólk lýtur sínum eigin auði nú til dags.

Meta, áður Facebook tilkynnir breytingar í byrjun 2025. Ef fólk samþykkir þær ekki þá verður það að eyða sínum gögnum af Facebook og hætta að eiga þar samskipti við fólk, en því er boðið að afrita gögnin sín fyrst til einkanota.

Eða í stuttu máli sagt: Hypjaðu þig eða steinhaltu kjafti!

Vafalaust snúast þessar breytingar um að sé hert að frelsinu til að tjá sig, og fólk þurfi að verða enn ópersónulegra og vélrænna en áður þarna, og nóg var þó fyrir af slíku.

En þetta kvæði Einars Benediktssonar segir okkur einnig þetta, að sjálfar "hofborgir guðs" geti verið sokknar í eyði! Hvílíkt orðfæri, svo um mann fer hrifningarhrollur þegar slíkur sannleikur er sagður!

Það er einmitt þetta sem við erum að upplifa í nútímanum.

Kirkjurnar eru tómar um alla Evrópu nema á stórhátíðum. Þær eru notaðar sem tónleikasalir eða undir félagsleg störf kommúnista og kvenréttindafrömuða eða fjölmenningarpostula.

Hversu mikið eyðilegri getur borg Guðs orðið?

Prestynjurnar heiðnu boða trú á Egóið og réttindi mannsins (en langmest réttindi konunnar þó) yfir Orðið og Kirkjuna, og allt slíkt.

"Hofborgir guðs voru sokknar í eyði."

Hið trúlausa líf, hinn guðlausi nútími.


mbl.is Segist ekki hafa sýnt forseta Íslands óvirðingu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Rest In Centuries To Become Light, ljóð frá 18. júlí 2017.

Like the lust,

lying on the beach and feeling good.

Make it more,

must be on the rack where past was, should?

Babies full of brimstone gather dust,

before mistakes, remake sadness,

giving him the gladness,

gotta see that peace comes for the war.

 

Fear there first?

From the moment, do you speak your mind?

Why can't we

wake there understanding from behind?

Every richer bubble's gonna burst,

born to see the tower falling.

Hear the higher calling,

Heaven's still there for the needy, me...

 

So they say

something like the ego going free.

Wrong or right,

regulations for the pain in me?

Get up stronger from the fearsome day,

find the human trait and gather,

Ring the true bell rather,

rest in centuries to become light.

 

Body's built

bile of thousand suns in power now.

Get it, grow,

games are made for power anyhow.

Every person, always feeling guilt,

only he's the father giving,

for the little, living,

let it wait and don't say always no.

 


Tynja, duga og gera, allt orð sömu merkingar, sem eitt sinn voru algeng samheiti, orðsifjar.

Skrýtin orð í Kappsmáli síðast vöktu ekki undrun mína. Ég fór að velta fyrir mér orðinu ígerð, samsett orð sem sennilega er mjög gamalt.

Nafnorðið gerð getur merkt tegund, verknaður, athöfn, samningur, lögun, snið, verk, verksmiðja, þroski plantna, hertygi og fleira. Gerð getur einnig þýtt gerjun eða ólga. Gerða sem sögn getur þýtt að girða, eða belti á kvenbúningi, sem nafnorð.

Forsetningin í hefur margar merkingar. Ígerð getur þýtt gerjun, hiti í heyi eða graftarbólga.

Samkvæmt orðsifjabók Ásgeirs Blöndal þá er hin algenga sögn að gera dregin af merkingu sem tengist gerjun í öli! Það þýðir að orð eins og ígerð hefur í sér geymda eldri og upprunalegri merkingu en sögnin að gera, að framkvæma. Vel að merkja, ekki er allt rétt sem í þessari orðsifjabók stendur, þetta eru tilgátur studdar af beztu málvísindarökum þess tíma, en umdeilanlegt.

Þetta kemur svolítið á óvart, því maður hefði haldið að svona neikvæðar merkingar hafi komið síðar.

Þó ber að athuga að íslenzkan hefur losað sig við mörg forskeyti, sem ennþá finnast í þýzku og öðrum germönskum málum. Þær forsetningar finnast enn í latínunni og öðrum fornmálum, og svo ýmsum sem yngri eru líka, til dæmis enskunni.

Tun og do úr ensku og þýzku voru orð sem voru algeng til forna í merkingunni að framkvæma eða gera. Sögnin do á ensku er samstofna og sögnin að duga á íslenzku og merkingin er svipuð. Þannig má segja að við eigum sögnina að duga, og do er sama orðið, en merkingin hefur sérhæfzt eilítið hjá okkur.

Tun á þýzku gæti trúlega verið skylt Óðinsheitinu Þundur, sem þó er kannski talið skylt sögninni að gera hávaða, drynja sem þruma. Þundur er einnig galdratákn, eða bogi. Sögnin að duna eða dynja tel ég sé sama sögn og tun á þýzku.

Á íslenzku væri þýzka orðið tun tynja eða þynja eða dynja væntanlega. Ég þyn ég þan. Þenja, þandi, þetta gæti verið leif af týndu orði af þessu tagi. Hvað þynur þú á morgun? Hvað gerir þú á morgun?

Öll þessi orð eru skyld tar- orðinu ten, ton, í indóevrópska frummálinu. Það er dregið af nafni þrumuguðs sem var tignaður víða undir þannig heitum.

Þegar einn guð er talinn frumhreyfill veraldarinnar, eins og Þór, þá er skiljanlegt að fólk tali um að þynja, að öll verk mannanna séu afleiðing af þrumunum sem Þór sendir til og frá.

Sögnin að duga er talin koma frá orði sem skylt er dúzij, sterkur á rússnesku, daúg, mikið á litháísku, en upprunalega orðið er væntanlega týnt, en þessar leifar finnast. Upprunalega orðið lýsti styrk, og var kannski guðaheiti eða gyðjuheiti í fyrndinni.

Ótrúlegri finnst mér skýring Ásgeirs Blöndal að hin algenga sögn að gera sé dregin af geri, og gerjun í öli!

Thermós, heitur á grísku telur hann upprunaorð fyrir sögnina að gera.  Gharmá á fornindversku, guher, hita á fornindóvrópsku.

Allt er þetta tilgátukennt, enda segir hann að uppruninn sé óljós.

Ekki álítur hann að hundur eða úlfur Óðins, Geri, hafi neitt með þetta að gera. Það orð mun einnig geta þýtt hrafn, hundur eða úlfur almennt, og gæti þýtt hinn gráðugi.

 

Mjög augljóst er að Ásgeir Blöndal vildi ekki finna jákvæðar merkingar við nein orð sem hafa heiðna og forna skírskotun, nema það liggi mjög augljóslega fyrir. Trúarfordómar hefta starf slíkra manna.

Mannsnafnið Georg rekur hann hinsvegar réttilega. Merkir það jarðyrkjumaður. Geórgós á grísku þýðir bóndi, jarðyrkjumaður. Af Géa, jörð, og orgos - sem kemur af vorgos, verk.

Takið eftir því að vorgos, sem er eldri mynd en orgos, það er sama orðið og verk á íslenzku, en með -os endinguna sem var algeng á þessum tíma og einnig meðal Latverja.

Íslenzkan geymir því upprunalegri mynd þessa orðs en jafnvel forngrískan!

Ég myndi segja að það sé hulinn ráðgáta hvað sögnin að gera þýddi upphaflega, eða af hvaða orði eða orðum þessi sögn var dregin. Allar skýringarnar í orðsifjabók Ásgeirs Blöndal finnst mér ótrúverðugar og lítt nothæfar.

Sum orð í nútímanum eru dregin af týndum og horfnum orðum, eða að þau eru ranglega ættfærð opinberlega, því vísindamönnum verður á eins og öðrum.

Organon á grísku þýddi verkfæri, áhald, líffæri.

Ef sögnin að gera er komin af fornindversku, pakvá, soðinn, fullþroska, tilbúinn, þá vantar marga milliliði í þróun merkingar. Fornslavneskan, goreti, brenna, gæti skipt máli, eins og Ásgeir Blöndal taldi.

Var þarna guð eða gyðja sem tengdist eldi eða sólinni? Það gæti skýrt þessa málþróun.

Geri og Freki eru orð svipaðrar merkingar. Freki er skylt frekur, pragnác, á pólsku, heimta ákaft, prahnouti á tékknesku, að girnast.

Freki er samkvæmt þessi ímynd girndarinnar en Geri er ímynd ofbeldis og starfsgleði, framkvæmdavilja.

Guðrún Kristín Magnúsdóttir skrifaði að Geri og Freki séu hula Helju. Efnisheimurinn sé því hundar eða úlfar Óðins, sem hann lætur éta mat sinn en nærist aðeins á miði, sem er tákn fyrir andleg sannindi.

Meira vit er kannski í fræðum Guðrúnar Kristínar en orðabók Blöndals, þótt hún í sjálfu sér komi manni á sporið.

Ef sögnin að gera er dregin af Gera, úlfi Óðins, þá verður þetta allt skiljanlegra.

Við mennirnir hljótum að vera kraftbirting af æðri mætti, og af hundum Óðins þess vegna, það er ekki verra en hvað annað.

Sögnin að gera þýðir þá að Geri sé sá sem standi á bakvið viljann til gjörðanna.


« Fyrri síða

Um bloggið

Ingólfur Sigurðsson

Höfundur

Ingólfur Sigurðsson
Ingólfur Sigurðsson

Færsluflokkar

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Nýjustu myndir

  • 5
  • 4
  • 3
  • Image 004
  • Titilblað

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.11.): 152
  • Sl. sólarhring: 188
  • Sl. viku: 721
  • Frá upphafi: 127157

Annað

  • Innlit í dag: 90
  • Innlit sl. viku: 540
  • Gestir í dag: 84
  • IP-tölur í dag: 84

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Leita í fréttum mbl.is

Nýjustu myndböndin

Heilbrigðisráðherrann, helbrigðaráðherfan

Í hópnum finn ég hlýja barnatrú

Aldrei fellur auðmagnskerfið

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband