Silfrið á RÚV á enn góða spretti og Sólveig Anna er vissulega meiri verkalýðsforingi en vinstrimenn hafa átt í marga áratugi.

Það var algjörlega fyrir mína daga þegar hægrið og vinstrið slógust heiftarlega á fyrri hluta 20. aldarinnar. Sólveig Anna var talin afturhvarf til þeirra tíma fyrir vinstrimenn.

Vegna þess að það er í tízku að líkja fólki við Hitler, og Pútín oft, þá verð ég að segja að Sólveig Anna fannst mér lifandi eftirmynd hans fyrstu árin sem hún lét á sér bera. Hún stendur þó fyrir allt önnur stefnumál og aðrar hugsjónir, þannig að þetta er ekki sagt sem last, heldur til að benda á að forystuhæfileika er hægt að nota í allar áttir í pólitík, og einnig til að vinna að málum vinstrimanna eins og hún gerir.

Í fyrsta lagi útlitslega. Takið eftir hárgreiðslunni, slétt og þykkt hár sem greitt er til hálfs og gljáir á. Takið síðan eftir breiðum og sterklegum kjálkum, og samanbitnum munnsvipnum, minnir á foringjann. Raddbeitingin er nokkuð sem ekki telst eins. Hvöss og skipandi rödd foringjans er ekki til staðar hjá Eflingarforingjanum, heldur er rödd hennar hikandi og í nöldurtón. Þar er mikill munur. Einnig er augnsvipurinn misjafn, ekki hvöss augu þýzka einræðisherrans, heldur reikandi og flöktandi augnaráð hennar, sem þó getur verið beitt og ákveðið þegar henni liggur mikið á hjarta.

Í öðru lagi þegar hún sagði upp fólki á skrifstofu Eflingar fyrir tveimur árum minnti það óneitanlega allmikið á nótt hinna löngu hnífa, þótt í mildari mynd hafi verið. En tilfinningin var sú sama að hin sterka kona vildi hafa jábræður og jásystur í kringum sig en ekki aðra.

Mér fannst hún ekki í jafnvægi á þeim tíma og skapa sér óvild, en eftir þessa kjarasamninga finnst mér eins og loksins hafi leiðtogahæfileikar hennar skilað árangri, sem hægt er að hrósa henni fyrir. Einnig er augljóst að aðrir sem komu að samningunum gerðu það vel.

Ég hef nú oft tjáð mig um að mér finnist Silfrið aðeins léleg eftirmynd þess sem það var þegar Egill Helgason var uppá sitt bezta, eins og fyrir kreppuna 2008, og ekki bar á þöggunartilburðum, og hann fékk allskonar ólíkt fólk í þáttinn, og tæpti á ótrúlega mörgu á skömmum tíma, vildi leyfa sem flestum sjónarmiðum að heyrast, sem var merkilegt.

Nú er Silfrið breytt og takturinn annar. Það tekur tíma að venjast því, en að þessu sinni var farið í þetta á dýptina, enda allur þátturinn með sama fólkinu og svipuð mál, reynt að finna allt sem hægt væri að hrósa þessu fólki fyrir, og ekki farið útí alvarlega gagnrýni á pólitíkusa.

Þannig að Silfrið var skárra en Kastljósið að þessu sinni, og mér finnst gott að viðurkenna að ég hafi trú á konum í forystu, þegar þær skila svona árangri.

En samfélagsumræðan á Íslandi þarf beittan umræðuþátt um pólitík, og Silfrið er því miður ekki lengur beittur þáttur, heldur mildur. Ég vona að frjálsir fjölmiðlar verði styrktir og efldir þannig að þar hafi fólk efni á að halda úti góðri dagskrárgerð sem ekki er bara yfirborðskennd.


mbl.is Oft verið súrara í Karphúsinu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Ingólfur Sigurðsson

Höfundur

Ingólfur Sigurðsson
Ingólfur Sigurðsson

Færsluflokkar

Maí 2024
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (12.5.): 1
  • Sl. sólarhring: 134
  • Sl. viku: 572
  • Frá upphafi: 107522

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 421
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Leita í fréttum mbl.is

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband