Strandar allt á þér, Pollýanna?

Stundum er fólkið marktækt sem tjáir sig á RÚV. Þar sagði einhver að samstæða væri að verða um það að ríkisstjórnin ætti að greiða út (og kaupa upp) húseignir Grindvíkinga svo þeir fengju frelsi til að ákveða næstu skref sjálfir. Það fyndist mér réttlátt líka. Pollýanna er í þessu líkingamáli hér auðvitað forsætisráðherra landsins sem mestu ræður, Katrín Jakobsdóttir. Hún vill trúa því bezta og smæla framaní heiminn. Hún vill ekki trúa því að Svandís Svavarsdóttir þurfi að víkja og hún vill ekki trúa því að Guð og gæfan geti snúið baki við okkur Íslendingum. Hún vill ekki trúa því að syndin hafi afleiðingar, og er ég þó 100% viss um að hún er trúuð og kristin að langmestu leyti, nema hvað hennar trú er svipuð og trú kvenprestanna, sem segja að syndin hafi engar afleiðingar og að Guð leyfi allt. Það er varla mitt vandamál, en kannski þjóðarinnar vandamál.

Já, þetta er risastórt mál og þetta breytir heimsmynd okkar, íslenzku þjóðarinnar.

Ég er helzt á því að Katrín geti keypt líf fyrir ríkisstjórn sína með því að lenda þessu máli vel og í sátt við þjóðina, og þá muni það jafnvel kannski fremur litlu skipta hvort Svandís vinkona hennar fær að halda embætti sínu lengur eða ekki. Það fellur þó ekki alveg í skuggann af þessum viðburðum, því þjóðin gleymir því ekki, og Svandísi verður ekki vært í sínu embætti jafnvel þótt þjóðin verði sátt við hvernig Katrín lendir þessu máli. En ef Katrín klúðrar þessu þá er stjórnin fallin.

Það er svo margt breytt frá Heimaeyjargosinu 1973. Þá var þjóðin full af þjóðerniskennd en nú hugsa eiginlega allir um peningana fyrst og fremst. Þá var gosið bundið, staðbundið og svo bundið af skemmri tímaramma. Hér er allt miklu óljósara og stærra í sniðum, þetta er rosamál fyrir landið, þjóðina og ríkisstjórnina alla.

Það var mjög fróðlegt að hlusta á Ármann Höskuldsson prófessor í eldfjallafræði í fréttum Stöðvar 2 í gær. Hann var ómyrkur í máli og sagði að þetta gæti varað í nokkur ár og síðan gæti annað tekið við og varla skárra.

Hann minntist að vísu ekki á það þegar hann fór að tala um Hengilssvæðið og meiri virkni þar, að þaðan kemur jarðskjálftahættan einna mesta, sem gæti eyðilagt gríðarlega mikið á stóru svæði, í Reykjavík og víðar og valdið manntjóni. En hann er jú eldfjallafræðingur og ekki gat hann farið útí alla sálma.

En í því sambandi minntist hann þó á Hveragerði, Nesjavallavirkjun, Hellisheiðavirkjun og Hafnarfjörð. Ekki neitt smáræði sem er undir í þessu. Þetta er orkan fyrir Reykjavík og nágrenni og fjölmenn bæjarfélög.

En hann ítrekaði að þessi ógn gæti verið til staðar í 200 ár, svo rétt er að halda því til haga.

"Maður byrgir ekki brunninn þegar barnið er dottið í hann", skrifaði einn undir þessum fréttum, og það á vel við.

Já, sunnudagurinn var örlagaríkur. Jafnvel ég trúði því að álfarnir héldu verndarhendi yfir okkur ennþá, en svo er ekki, þetta var viðvörun. Ég mun kannski síðar fjalla um það sem ég upplifði í hörgnum fyrir nokkrum árum, þegar álfarnir leyfðu mér að líta steininn.

Já, öll stjórnarandstaðan er víst sammála um þetta, að stjórnvöld eigi að kaupa upp húseignir allra Grindvíkinga. Kannski hægara sagt en gert ef efnahagsstaða þessarar ríkisstjórnar er ekki nógu góð.

Hér er búið að setja þrýsting á ríkisstjórnina og frá mörgum hliðum. Virðist mér nú að líklegra sé að spáin rætist sem hefur hljómað í mörg ár á Útvarpi Sögu að stjórnin springi út af þessu.

En það er ekki öfundsvert hlutskipti sem tekur við nýjum ríkisstjórnum í framtíðinni þegar búið er að rústa svo margt og mikið, selja fjöregg þjóðarinnar og drepa niður framkvæmdavilja og hetjulund þeirra sem gera bezt eða gætu gert margt og mikið.

Einnig kom fram að uppkaup í Grindavík væri eins og hallarekstur ríkissjóðs í eitt ár. En hvað gerum við Íslendingar ef nauðsynlegt er að flytja fólk í burtu víðar, miklu víðar?

Þessir stóru atburðir draga fram kosti og galla Katrínar forsætisráðherra. Ef hún stendur sig í svona stórum málum er hún alvöru leiðtogi sem hægt er að mæla með.

 

 


mbl.is Gasmengun í brunnum tengdum veitukerfi í Grindavík
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Ingólfur Sigurðsson

Höfundur

Ingólfur Sigurðsson
Ingólfur Sigurðsson

Færsluflokkar

Maí 2024
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (20.5.): 33
  • Sl. sólarhring: 54
  • Sl. viku: 688
  • Frá upphafi: 108444

Annað

  • Innlit í dag: 30
  • Innlit sl. viku: 550
  • Gestir í dag: 27
  • IP-tölur í dag: 27

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Leita í fréttum mbl.is

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband