Borð fyrir Báru, ljóð frá 7. maí 2019.

Klausturbarsmálið komst aftur í fréttirnar fyrir nokkrum dögum þegar Bára og Sigmundur Davíð sögðust vita hverjir skipulögðu það. DV var með frétt sem var mikið lesin nýlega um það.

Þetta er undir áhrifum frá Sverri Stormsker, svona grín, en eiginlega kom þetta alveg ósjálfrátt, því einn aðalleikarinn í þessu heitir Bára Halldórsdóttir og leikritið gerðist við borð á bar, Klausturbar.

Þetta kvæði er þannig útlistun á samsæriskenningum þess efnis að borðið hafi verið skipulagt fyrirfram eins og umræðuefnið, og einhver hafi leitt talið í þá átt.

Þetta kvæði er á mörkum þess að hæðast að samsæriskenningunum um þetta og að taka þær alvarlega, þótt þær séu settar fram í kvæðinu, en bæði í gamni og alvöru einsog einatt þegar svona vísur og kvæði eru sett saman.

Ég veit að þetta er ekki nálægt því eins fyndið og alvöru grín eins og hjá Sverri Stormsker og fleiri snjöllum, en úr því að annar þjóðskáld sinnti þessu ekki þá gerði ég það.

Þetta bara smellpassaði og ómögulegt annað en að gera kvæði úr þessu. Málshátturinn "það er borð fyrir báru" fannst mér passa svo vel inní atvikin að efnið kallaði á þetta lag og þennan texta.

"Að hafa borð fyrir báru" eða "eiga borð fyrir báru" merkir að hlaða bátinn ekki of mikið, þannig að hann sökkvi ekki, gæta sín, hafa fyrirhyggju og slíkt, eða nota tækifærið til einhvers.

Egill Helgason í Silfrinu notaði þetta orðtak óspart, þar til Klaustursmálið komst í algleymi, þá hætti hann því, í bili, en byrjaði svo aftur.

 

Eb

Það er borð fyrir Báru,

G6

ef hún fær borgað nógu mikið.

H7

Fyllibyttur - frekjudollur,

H7                 Eb

og svo fer að rífast spikið.

 

Það er borð fyrir Báru,

en bara á afviknum stað

þar sem öryrkjar eitthvað þora,

undarlegt getur virzt það.

 

Það er borð fyrir Báru,

allt bárujárnið vírað.

Beðið eftir byttunum,

af byssunum svo fírað.

 

Það er borð fyrir Báru,

bölvaðir kommarnir plotta,

og sér þannig saman koma,

en syndandi í nemum er hver skotta.

 

Það er borð fyrir Báru,

þeir bara halda konuna túrista

og tala útúr turnum

takmarkalaust og sig hrista.

 

Það er borð fyrir Báru,

brotin fremja konur,

tilbúnar gegn ráðherrum ríkum

og rembum - vesæli sonur.

 

Það er borð fyrir Báru,

bölvaðar eru íslenzkar konur enn,

tilbúnar að svíkja og svæla

og svindla - þær hata íslenzka menn.

 

Það er borð fyrir Báru,

búrókratasýstemið stoppar þá af.

Spillingarflokkarnir flestu ráða

og furðulegt á milli þeirra haf.

 

Ég tók þetta upp fyrir plötu sem aldrei kom út, "Kata rokkar" frá 2019. Aðeins fyrsta erindið er sungið í þessum lögum, hitt er rappað.

Af minni hálfu er þetta létt grín. Þótt hér sé gagnrýni á íslenzkar konur er það fyrir að standa ekki lengur með körlum á femínískum tímum.

Ég hef aldrei verið mikið grínskáld, en ég hef áhuga og metnað á að reyna við slíka tegund kveðskapar þegar tækifærin gefast og merkilegir atburðir af þessu tagi verða í þjóðfélaginu.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Magnús Sigurðsson

Góður cool

Magnús Sigurðsson, 16.6.2023 kl. 05:46

2 Smámynd: Birgir Loftsson

Frábært. 

Birgir Loftsson, 16.6.2023 kl. 18:57

3 Smámynd: Ingólfur Sigurðsson

Þakka ykkur fyrir. Þetta er í fyrsta sinn sem ljóð fær yfir 100 flettingar á dag. Ljóðið er ennþá lifandi, ef það fjallar um eitthvað sem fólk hefur áhuga á. Mjög gott. 78 gestir í dag, ég ætti kannski að reyna að gefa þetta út í hljómplötuformi. Það er bara dýrt.

Já, Miðflokkurinn er á einhverri siglingu uppávið. Fólk er aftur farið að rifja upp að ekki bara vinstriflokkarnir bjóða lausnir til úrbótar.

Ingólfur Sigurðsson, 16.6.2023 kl. 22:10

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Ingólfur Sigurðsson

Höfundur

Ingólfur Sigurðsson
Ingólfur Sigurðsson

Færsluflokkar

Maí 2024
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (20.5.): 29
  • Sl. sólarhring: 56
  • Sl. viku: 684
  • Frá upphafi: 108440

Annað

  • Innlit í dag: 27
  • Innlit sl. viku: 547
  • Gestir í dag: 25
  • IP-tölur í dag: 25

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Leita í fréttum mbl.is

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband