"Raddir vorsins þagna", bókin sem enn hefur áhrif.

Eitt sinn efaðist ég minna um hamfarahlýnunina og mikilvægi náttúruverndarstefnu, nokkuð sem ég hafði lært af Árna Waag kennara sem innrætti okkur nemendum sínum í líffræði þegar ég var unglingur að mannkynið væri á rangri leið og við bærum ábyrgð á því að koma sem flestum í skilning um þetta.

Nú hef ég lesið allskonar pistla eftir fólk sem efast um þetta, og ég skil að nauðsynlegt er að efast, bæði vegna þess að vísindin geta stundum verið skeikul, og svo getur ein stefna valdsins eða fjöldans verið gagnrýniverð.

Samt er ég nokkurnveginn enn sannfærður um að vinstrimenn hafa rétt fyrir sér í þessu. Enda eru vísbendingarnar margar.

"Sögulegt veður" þýðir að það á sér varla hliðstæðu í þekktum heimildum. Vísbendingarnar um hamfarahlýnun eru margar, rétt að taka mark á þeim. Eins er þetta með breytingar á veðurfari á Íslandi, það vetrar seint og sumrar seint, talið merki um hnattræna hlýnun.

Samt veit ég að umhverfismálin eru inni í kvíðakerfi mínu og samvizkubitskerfi mínu, en þannig vil ég nefna þessa sálfræðilegu ferla sem eiga sér stað þegar maður verður fyrir áhrifum sem kveikja á sameiginlegri skyldu manns sem mannveru annarsvegar og svo frétt eða þekkingarbroti sem eykur kvíða manns, réttilega.

Mér finnst svolítið skrýtið að fólk láti sér ekki segjast sem lendir í atburðum sem eru taldir tengjast hamfarahlýnuninni. Að vísu er nú sagt að vinstriflokkar séu margir komnir til valda í Suður Ameríku. Vonandi að þeir hafi áhrif í rétta átt í umhverfismálunum. Fólkið þar mun þá vonandi skilja í vaxandi mæli að það er í allra þágu að taka mark á þessu.


mbl.is „Sögulegur og öfgafullur“ fellibylur gengur yfir Kanada
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Guðjón E. Hreinberg

Leitaðu eftir mæligögnum; þú munt engin finna. Síðan muntu komast að því, að allt sem sagt er um loftslagsbreytingarnar er byggt á tölvulíkönum frá IPCC og að sú kommúnistastofnun viðurkennir að "Coupled Nonlinera Chaotic System" sé of viðamikið og flókið til að hægt sé að nota mælingar einar. Þú munt síðan komast að því að tölvulíkönin hafa spáð hamförum innan áratugs í þrjátíu ár. Það eina sem getur hitað jörðina, er sólin.

Guðjón E. Hreinberg, 25.9.2022 kl. 00:50

2 Smámynd: Guðjón E. Hreinberg

leiðr. Nonlinera->Nonlinear.

Guðjón E. Hreinberg, 25.9.2022 kl. 00:51

3 Smámynd: Þorsteinn Briem

16.5.2013:

"Niðurstöður nýrrar könnunar á þúsundum rannsókna sem gerðar voru á árunum 1991-2011 sýna yfirgnæfandi og vaxandi samstöðu meðal vísindamanna um að mannkynið beri langmesta ábyrgð á hlýnun jarðar.

Rúmlega 97% rannsókna á tímabilinu komust að þessari niðurstöðu."

"Vísindamenn frá Bandaríkjunum, Ástralíu og Kanada skoðuðu yfir fjögur þúsund vísindarannsóknir sem gerðar höfðu verið 1991-2011, þar sem afstaða var tekin til þess hvort að mannkynið bæri ábyrgð á hnatthlýnun.

Rúmlega tíu þúsund vísindamenn voru skrifaðir fyrir rannsóknunum og niðurstöðurnar voru skýrar, yfir 97% sögðu að hnatthlýnun væri af mannavöldum.

Þá fór fjölda þeirra, sem töldu aðrar útskýringar líklegri, fækkandi eftir því sem leið á tímabilið sem var til skoðunar."

Nær allir vísindamenn sammála um orsakir hnatthlýnunar

Þorsteinn Briem, 25.9.2022 kl. 01:49

5 Smámynd: Þorsteinn Briem

"And if you take one from three hundred and sixty-five, what remains?"

"Three hundred and sixty-four, of course."

Humpty Dumpty looked doubtful.

"I would rather see that done on paper," he said.

Lewis Carroll, Through the Looking-Glass, and What Alice Found There.

Þorsteinn Briem, 25.9.2022 kl. 02:04

6 Smámynd: Magnús Sigurðsson

Það væri réttara að berjast gegn sóun en hita, -hún er manngerð. Loftslagsmanntra kolefniskirkjunnar er svona meira til að auka tekjuflæði, en koma í veg fyrir sóun. Búa til eitthvað nýtt til að selja og henda því sem er nothæft, -svona nokkurskonar ljósaperu og plastpoka sálfræði.

Ég held að Guðjón hafi nokkuð til síns máls. Í sumar ákvað ég að fylgjast með Bresku hitabylgjunni, þar sem metin féllu. Það var samt hvergi hægt að sjá metin falla á Windy, -vefnum sem ég hef til að skoða veðrið í heiminum.

Skýringin var einföld; „Þetta veðurfar er algjörlega fordæmalaust. Við höfum aldrei áður séð slíkar hitatölur í reiknilíkönum okkar,“ sagði Penelope Endersby, forstjóri Veðurstofu Bretlands, í morgun um stöðu mála.

Ef staðirnir eru skoðaðir þar sem hitametin féllu þá eru það staðir sem ekki hafa verið notaðir fyrr en kolefniskirkjan tók yfir hitamælingar, s.s í tíbrá malbiks á flugvöllum, skjólgóðum görðum stórborga og gróðurhúsum.

Ég hvet þig Ingólfur til að kynna þér þessa meðfylgjandi frétt á Vísi, einfaldlega gúggla staðina sem standa fyrir metunum sem féllu á Bretlandi í sumar og eru gefnir upp af Met Office.

https://www.visir.is/g/20222288650d

Við þett má bæta að hitastig á Íslandi á talsvert í að ná því sem það var um landnám. Breiðamörk þar sem Kári Sölmundarson bjó á Breiðaá er ekki enn komin undan Breiðamerkurjökli þó svo Sky neews hafi notað bráðnun Breiðmerkurjökuls í frétt um fordæmalausa hamfarahlýnun.

Sautjánhundruð og súrkál og 19. öldin voru hamfara aldir á Íslandi hvað hitastig varðar, það var líka þá sem raddir vorsins þögnuðu langt suður í Evrópu. 

Magnús Sigurðsson, 25.9.2022 kl. 07:27

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Ingólfur Sigurðsson

Höfundur

Ingólfur Sigurðsson
Ingólfur Sigurðsson

Færsluflokkar

Maí 2024
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (11.5.): 91
  • Sl. sólarhring: 99
  • Sl. viku: 607
  • Frá upphafi: 107479

Annað

  • Innlit í dag: 76
  • Innlit sl. viku: 460
  • Gestir í dag: 71
  • IP-tölur í dag: 71

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Leita í fréttum mbl.is

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband