Bloggfærslur mánaðarins, október 2020

Framför í Silfrinu - Fanney Birna tekur sig á með Silfrið.

Spurt var gagnrýnni spurninga en síðast og áhugaverðari viðmælendur fundnir en oft í Silfrinu þennan sunnudaginn, þann 11. október 2020. Að vísu að stórum hluta gömul og gamalþekkt andlit, en þó reynt að stilla saman tveimur pólitískum andstæðingum, sem er framför hvað varðar spjallþátt, andstæðingum sem reyndust samherjar að flestu leyti þegar á hólminn var komið.

 

Þessi þáttur ætti að byggjast á hörðum skoðanaskiptum, eins og sagan um Egil Skallagrímsson fjallar um, eða deilur öllu heldur, sem Egill Skallagrímsson vildi upphefja, sem nafnið vísar í. Nafni hans Egill Helgason átti sitt blómaskeið með þáttinn á fyrsta áratug aldatugarins, frá 2000 - 2010.

 

Hæst reis þátturinn í aðdraganda bankahrunsins 2008 að mínu mati, þegar Egill Helgason dró fram úr skúmaskotum menn sem spáðu bankahruni löngu áður en það varð, menn eins og Gunnar Tómasson, Þorvald Gylfason og Jóhannes Björn.

 

Engin skoðun ætti að vera of skrýtin eða öfgafull fyrir þjóðmálaþátt eins og þennan, sem ætlað er að vekja fólk til umhugsunar og bæta lýðræðið.

 

Hæfileikar Egils Helgasonar nýta sín ekki til fulls í Kiljunni. Það vona ég sannarlega að Fanney Birna og fleiri nýir stjórnendur þáttarins læri af Agli það bezta sem hann hefur gefið þættinum.

 

Fyrsta reglan ætti að vera að búa til góðar deilur, sem kristalla mismunandi viðhorf. Forðast ætti allt miðjumoð sem engu skilar en er bara stofnanamál staðnað. Önnur meginregla ætti svo að vera að fá ekki bara fræðimenn, heldur ekki síður sérvitringa og furðufugla, sem koma með skrýtnar og öðruvísi skoðanir, jafnvel öfgafullar og hneykslandi skoðanir, slíkt hristir upp í fólki og er alltaf skemmtilegt og fræðandi.


Eftir kreppu og kófið?

Svo mikill þungi er í umhverfisverndarbylgjunni út um allan heim í fólki á öllum aldri og í öllum flokkum að það getur ekki annað verið en að kófið verði notað sem punktur breytinga, og að ferðalög á milli landa verði takmörkuð eftir þessa kreppu. Margt annað hlýtur einnig að breytast. Hvort sem Trump nær kjöri aftur eða ekki finnst mér hann hafa afsannað að svonefndir hægriöfgamenn séu óhæfir til að stjórna löndum. Hann var útmálaður sem hægriöfgamaður áður en hann varð forseti og er enn útmálaður sem hægriöfgamaður af þeim sem hata hann, og það eru margir.

 

Heimsmyndin er svolítið skrýtin sem blasir við, ef Joe Biden verður forseti. Hvernig ætla vinstrimenn að fjármagna hugmyndir sínar um hið öfluga velferðarkerfi sem þeir tala um, mannréttindi, og umhverfisvernd, sérstaklega eftir kófið?

 

Svo má líta til heimsins alls. Hvernig gengur þessi jafna upp, ef vinstrimenn og jafnaðarmenn komast næstum því alls staðar til valda? Karlmönnum verður úthýst, sérstaklega ef þeir eru ekki hlýðnir og ungir, femínistar og jafnaðarmenn. Konur verða alls staðar við völd, jú kannski getur þetta verið góð framtíð.


Völd og mannréttindi

Það ættu flestir að vita að mannréttindamál eru afstæð. Voldug ríki komast frekar upp með mannréttindabrot, sumum er refsað frekar en öðrum og sumt er gjörsamlega þaggað niður. Hvernig er þá hægt að taka mark á þrýstihópum á Íslandi eða annarsstaðar sem eru með kröfuspjöld og fá stundum ýmsu breytt?

 

Almenningur þarf að vakna upp af einfeldni sinni. Það eru margar hliðar á öllum málum, fleiri en tvær.


mbl.is Ísland lýsir yfir áhyggjum af fangabúðum Kínverja
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Jón Steinar Gunnlaugsson ætti að vera fyrirmynd í mörgu

Jón Steinar Gunnlaugsson er sá maður sem ég helzt myndi treysta til að gegna ábyrgðarmestu stöðunum innan dómskerfisins. Hann hefur gífurlega reynslu og þroska, og þrátt fyrir að hann fari ekki leynt með að hann sé sjálfstæðismaður hefur hann fært gild og drjúg rök fyrir því að hann láti þær skoðanir ekki hafa áhrif á hlutleysi sitt.

 

Þegar ég hnýtti í Bjarna Benediktsson í nýlegri færslu minni var það vegna þess að hann treysti Áslaugu Örnu til starfa, en finnst mér hún meira af kappi er forsjá þeytast yfir vígvöllinn og hafi ekki ígrundað allt til fulls sem hún er að gera.

 

Eitt af því bezta sem Jón Steinar Gunnlaugsson hefur komið fram með er gagnrýni hans á skoðanakúgun í samfélaginu. Hann hefur að vísu tekið það skýrt fram að hann er andvígur rasisma, en hann vill samt leyfa fólki að tjá slíkar skoðanir, og að aðrir geti svo séð um að hrekja þær sem eru þeim ósammála. Þetta finnst mér frjálshyggjan í sinni beztu mynd.

 

Að koma fram með þyngri lög gegn rasisma eins og mér skilst að sé í bígerð finnst mér stórlega fáránlegt frá konu úr Sjálfstæðisflokknum og jafnvel frá hvaða flokki sem er, ef við ætlum að vernda frjálst samfélag en ekki koma okkur upp fasísku bannasamfélagi.

 

Svo er það annað. Önnur lönd hafa framfylgt þeirri stefnu að ofsækja rasista með mishörðum hætti, Svíþjóð og Þýzkaland eru dæmi í þeim efnum. Þar hefur harkan aukizt, og jafnaðarfasisminn getið af sér harðari og öfgafyllri flokka og einstaklinga en áður voru fyrir. Rétt eins og innrás Bandaríkjanna í Írak gat af sér harðari öfgamúslima og hryðjuverkahópa af því taginu. Harka fæðir af sér hörku.


Kári Stefánsson góður í Víglínunni í gær

Kári Stefánsson var góður í Víglínunni þann 4. 10, í gær. Við þurfum endilega á svona mönnum að halda sem segja þjóðinni til syndanna og þeim sem hafa völdin. Gagnrýni er heiðarleg þegar hún er miskunnarlaus.

 

Að mörgu leyti minnir Kári Stefánsson mig á Donald Trump. Þeir eru báðir dálítið kjaftforir, en miklir leiðtogar. Þeir eru þó greinilega á sitthvorum enda stjórnmálalitrófsins.

 

Það er svo mikilvægt að fólk þjálfi með sér þann hæfileika að þora að gagnrýna valdið. Þannig verða allir virkari hluti af lýðræðinu.


Birtingarmynd djúpstæðari vanda í þjóðarsálinni

Í kreppum og á erfiðum tímum koma í ljós veikleikar sem byggtzt hafa upp í þjóðfélögum á löngum tíma. Úrkynjun og spilling viðgengst í agalausu samfélagi þar sem börnin hafa verið látin ganga sjálfala eða þar sem þau hafa aðeins kynnzt móðurástinni frá báðum foreldrum, föður og móður, en ekki föðurástinni, sem felur í sér aga og tyftun, samkvæmt hefðum aldanna.

 

Það er mjög langt frá því að hægt sé að kenna þríeykinu um fjölgun sjálfsvíga á Íslandi í kófinu. Frekar ætti að skella skuldinni á lélegt uppeldi og ofdekur í gegnum margar kynslóðir, frá því að flestir fluttust á mölina úr sveitinni, en í gamla sveitasamfélaginu giltu aðrar reglur, og þar þýddi ekkert væl.

 

Mér finnst það mikil einföldun þegar því er haldið fram að harðar sóttvarnarreglur valdi auknum sjálfsvígum. Slíkt er yfirleitt birtingarmynd djúpstæðara vandamáls hjá þjóðinni allri, og held ég að vel sé hægt að fullyrða það.


mbl.is Veruleg fjölgun óútskýrðra dauðsfalla
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Enn eitt dæmið um hvaða öfl stjórna

Stefnum við í stjórnleysi á þessu landi? Er fyrirmyndin hin sænsku yfirvöld, og er ekki hægt að læra af ástandinu þar? Það er auðvelt að sjá hvert þessi þróun stefnir sem lýst er í fréttinni. 64 í felum sem ekki hafa fundizt bendir til að lítil áherzla sé lögð á leitina. Íslenzk stjórnvöld ætla sér að fara sænsku leiðina. Hvers vegna reyna þá ekki önnur samtök að ná stjórn á ríkisstjórninni með mótmælum?


mbl.is 64 ekki fundist
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Kjósum ekki leifar fjórflokksins lengur

Bjarni Benediktsson er gjörspilltur kerfiskarl sem gerir allt til að halda völdum og hann velur um sig samskonar fólk eins og hefur sannazt. Það gengur varla hnífurinn á milli hans og vinstriflokkanna í raun, sízt milli hans og Vinstri grænna nú um stundir. Sigmundur Davíð lýsti þessu bezt í upphafi kjörtímabilsins þegar hann sagði að stjórnin væri mynduð um völd og kyrrstöðu. Nei, reyndar ekki kyrrstöðu, myndi ég segja, heldur um afturför og valdafíkn. Þetta er fóstureyðingastjórnin mikla og kóvíðstjórnin hryllilega.

 

Til að bjarga Engeyjarættinni frá valdamissi sinni lætur hann völdin í hendurnar á ungum stúlkum í flokk sínum sem setja femínismann númer eitt og svo allt hitt þar á eftir, en femínistar eru sértrúarsöfnuður sem brýtur hefðir hægri og vinstri og er í raun hryðjuverkahópur og ekkert annað.

 

Sjálfstæðisflokkurinn undir stjórn Bjarna minnir óneitanlega á leifarnar af Þjóðkirkjunni sem höktir áfram við staf og hækju tízkusveifla nútímans, sem fara henni afleitlega illa og eru í andstöðu við það sem stendur í hennar bók, Biblíunni.

 

Fjórflokkurinn er margklofinn í gerspilltar og gagnslausar deildir, sem eru raunar flokkar. Einungis fjórir flokkar halda í einhverjar leifar af hefðum sem hafa reynzt vel og bjargað þjóðinni og mannkyninu frá hörmungum í gegnum aldirnar, Flokkur fólksins, Frelsisflokkurinn, Íslenzka þjóðfylkingin og Miðflokkurinn. Allir aðrir flokkar eru horfnir í gin alþjóðavæðingarinnar og æskuheimskunnar.

 

Ég ætla ekki að yfirgefa Þjóðkirkjuna þrátt fyrir að hún sé á dapurlegum stað. Um flokka gegnir öðru máli, þeir höndla líðandi stund. Mér finnst allir flokkar nema þessir fjórir sem fá því miður of lítið fylgi vera hörmulegir og mjög lítils fylgis eða trausts verðir.

 

Í næstu kosningum ættu kjósendur að leika sama leik og kjósendur Bezta flokksins gerðu um 2010, sýna gjörspilltum, margdreifðum fjórflokknum að þeir ætli að gera uppreisn með því að gera þessa fjóra flokka langstærsta. Það er ekki hægt að þola að stefnur séu sviknar og lýðskrum eitt og miðjumoð sé ofaná, með glottandi forystu hugsjónasvikanna.


Bill Gates, G5 kerfið, netfjölmiðlar, býr þar eitthvað að baki?

Áhugaverðar eru samsæriskenningarnar um Bill Gates. Það er grunsamlegt og skuggalegt að Facebook og fleiri veitur séu að stunda ritskoðun, það er stuðningur fyrir samsæriskenningar í raun. Um það bil 10% af íbúum flestra landa, t.d í USA og Þýzkalandi eru trúaðir á samsæriskenningar. 

Ein samsæriskenningin fjallar um það að Bill Gates ætli að nota bóluefni sem hann er að þróa til að virkja enn frekari stjórnun á mannkyninu, jafnvel með aðstoð G5-netkerfisins. X-2000 stýriefnið fær greiðan leið í mannslíkamann í gegnum líkamsskrautið, og því er ekki undarlegt að lítið sé um sjálfstæða hugsun á okkar tímum, þegar slíkt er í tízku. Einnig er algengt að fjallað sé um að Bill Gates og fleiri eigi hluti í lyfjafyrirtækjum og sé að græða á þessum heimsfaraldri.

Ekki ber að taka mikið mark á greinum í dagblöðum eða fjölmiðlum eftir forríka og umdeilda menn eins og Bill Gates. Þeir gætu alveg eins verið að reyna að fegra málstað sinn þar sem þeir vita hversu umdeildir þeir eru. Glerharðar sannanir liggja þó ekki fyrir, en grunsemdir um ýmislegt, og varla er það tilviljun hversu mikið hefur verið um þetta fjallað.

Ég vil efla sjálfstæði fólks og sjálfstæðan vilja og því hef ég áhuga á þessum málum. Mér finnst það undarlegt að fólk þurfi bóluefni gegn Covid-19 ef pestin er ekki eins hættuleg og margir halda fram. Það er líka undarlegt hvernig tekizt hefur að breyta heiminum. Hitt er þó alveg ljóst að þetta er drepsótt sem líkja má við spænsku veikina, vegna fjölmargra dauðsfalla og undarlegra aukaverkana. Sannleikurinn hefur ekki enn komið fram, enn er mörgum spurningum ósvarað og fólk er forvitið að vita meira.


mbl.is Tjónið af veirunni 20 billjónir dala
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Fyrri síða

Um bloggið

Ingólfur Sigurðsson

Höfundur

Ingólfur Sigurðsson
Ingólfur Sigurðsson

Færsluflokkar

Maí 2024
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (20.5.): 37
  • Sl. sólarhring: 48
  • Sl. viku: 692
  • Frá upphafi: 108448

Annað

  • Innlit í dag: 32
  • Innlit sl. viku: 552
  • Gestir í dag: 28
  • IP-tölur í dag: 28

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Leita í fréttum mbl.is

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband