Leitt að Rokksafni Íslands verði lokað

Ég harma það að loka eigi Rokksafni Íslands. Meiriháttar framtak að sýna popptónlist þessa virðingu í þessu húsi. Bæði sem tónleikastaður og safn er þetta gott húsnæði, hljómurinn þarna góður, og safnið allt mjög skemmtilega uppsett.

En kannski er Ísland of lítið? Þetta virkar í Bandaríkjunum. Þar er til dæmis Bob Dylan safn, og fleiri poppsöfn.

Eða er popptónlist aftur farin að dala? Er það rétt að hátindurinn hafi verið 1960 til 1980?

Mér hefur fundizt sem tónlistarbransinn og grúpppíubransinn hafi klofnað í frumeindir sínar með Netinu og niðurhali tónlistar á Netinu, á síðastliðnum 30 árum eða svo, en segja má að Alnetið hafi byrjað að sprengja af sér fjötrana árið 1994, eða á þeim árum að minnsta kosti. Fyrst bárust litlar hljóðskrár manna á milli í fámennum hópum, vinur til vins, frá einum notanda til annars, en nú er þetta orðið allsherjar smitun á tónlist, en stóru listamennirnir fá auðvitað langmesta spilun og kynningu. Allir þessir litlu listamenn sem sjá um öll sín mál sjálfir eru komnir í stað risastóru, landsfrægu listamannanna áður.

Ég var 15 ára þegar ég kom fyrst fram, í Digranesskóla, á Litlu jólunum, í desember 1985. Ég vakti firnamikla athygli og hrifningu, enda sagði Skafti kennari að enginn nemandi hefði áður verið með trúbadoratriði af þessu tagi í skólanum. Ég var stoltur af því að vera slíkur brautryðjandi.

Ég kom fram með eigið lag og texta. Ég var langt á undan minni samtíð, því núna fyrst þessi allra síðustu ár er þetta orðið algengt að allskonar keppnir séu í framhaldsskólunum, að börn og unglingar syngi og semji lög og texta, og leggi drög að tónlistarferli sínum strax á unga aldri, viti hvað þau vilji.

Eins og lesa má um í fréttinni verða allir þessir gripir varðveittir og kannski húsnæðið stækkað síðar og því er safnið ekki liðið undir lok heldur í hléi, ef svo má segja.

Reykjanesbær hefur sýnt frábært framtak. Þannig söfn ættu að vera í öðrum sveitafélögum. Merkilegir bæjarlistamenn ættu að fá að njóta sín meira og betur út um allt land.

Popptónlist og það sem henni tengist er sveiflum háð. Þannig er um niðurhalið á tónlistinni sem nú um stundir tekur tekjurnar af plötusölu og einnig má segja að tónleikahald sé í lægð, miðað við það sem mest var, á tímum stórra, landsfrægra tónlistarmanna og hljómsveita, á rokktímanum, og sveitaballanna skemmtilegu.

Ég veit að til eru stórar poppstjörnur á Íslandi núna, eins og Bríet og fleiri, en plötusala er brot af því sem hún var 1980, og tónleikahaldið mest um jólin, þannig að þessi poppbransi er í ákveðinni lægð.

Ef þjóðfélagið breytist aftur gæti rokkmenningin aftur náð fyrri hæðum í vinsældum. Þá þarf niðurhalið að hverfa eða verða óvinsælla.


mbl.is Rokksafni Íslands verður lokað
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bloggfærslur 5. mars 2024

Um bloggið

Ingólfur Sigurðsson

Höfundur

Ingólfur Sigurðsson
Ingólfur Sigurðsson

Færsluflokkar

Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (27.4.): 25
  • Sl. sólarhring: 37
  • Sl. viku: 604
  • Frá upphafi: 106080

Annað

  • Innlit í dag: 18
  • Innlit sl. viku: 467
  • Gestir í dag: 16
  • IP-tölur í dag: 16

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Leita í fréttum mbl.is

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband