Þegar fasisminn sigrar eru dæmdir óréttlátir dómar

Margir hafa ritað og talað um að lýðræðið á Vesturlöndum sé við það að hrynja, eða sé hrunið. Nýleg dæmi er umdeildur og pólitískur dómurinn yfir Margréti á Fréttinni, og svo Hryðjuverkamálið svonefnda sem gæti orðið nýtt Geirfinnsmál, og sumum finnst það orðið þannig nú þegar.

Öllum er það ljóst ungu mennirnir í uppdiktaða hryðjuverkamálinu eru kallaðir hægriöfgamenn, jafnvel þótt sérfræðingar telji þá skaðlausa, og að sérfræðingar í slíkum málum sem fjalla um skipulagningu hryðjuverka segi að það sé frekar merki um vinstriöfga að vilja gera árásir á lögregluna og stjórnmálamenn. Það sannar það sem margir hafa sagt: Það eru engir hægrimenn á Íslandi, bara vinstriöfgamenn, og sífellt meiri öfgar viðgangast á þessu landi til vinstri.

Það er einnig öllum ljóst að Margrét Friðriksdóttir á Fréttinni er kölluð hægriöfgamanneskja, og þótt hún kannski hafi tjáð sig við Semu Erlu með vafasömum hætti þá hafa vinstrimenn gert það líka við svonefnda hægrimenn eða þjóðernisöfgamenn (ímyndaða eða ekki) á netinu, ekki sízt í athugasemdakerfi DV, þar sem alsiða er að vinstrimennirnir æpi upp yfir sig með mannorðsmeiðandi orðum í garð allra sem styðja Sjálfstæðisflokkinn, Miðflokkinn, Íslenzku þjóðfylkinguna, Frelsisflokkinn eða nokkur sjónarmið sem þeir hafa staðið fyrir.

Þannig að sjá má mikla vinstri slagsíðu í dómskerfinu nú um þetta leyti. Það er eins gott að menn eins og Arnar Þór Jónsson, Jón Magnússon og Jón Steinar Gunnlaugsson eru óhræddir við að tjá sig. En það dugar auðvitað ekki til ef almenningur verður múlbundinn og þrælslyndur í garð ófrelsisanda vinstristefnunnar.

En rétt er að binda vonir við að dómskerfið er orðið flóknara en áður, og niðurstöður mismunandi á hverju dómsstigi oft núorðið. Samt vekur það ekki heldur endilega traust til réttra niðurstaða, þegar útkomur eru mismunandi. Ástandið á Íslandi er farið að minna enn meira á það sem gerist í Bandaríkjunum, þar sem peningar og lýðskrum ráða meiru en vönduð vinnubrögð samkvæmt reglum byggðum á Biblíunni, til dæmis, eða siðvenjum yfirleitt um rétt og rangt. Ég tek undir með Magnúsi Sigurðssyni bloggara um að þörf sé á blessun guða eða ákveðins guðs þegar ástandið er svona á jörðinni.

 

 

 


mbl.is Kæra frávísun í hryðjuverkamálinu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ásgrímur Hartmannsson

Fyrsta skrefið í baráttuni er að tala bara.  Óttast ekki þessa úrkynjuðu villimenn.

Að sannfæra fólk um að það sé í lagi að svar þeim bara fullum hálsi, það er erfitt.  En það er það sem fólk þarf að gera, þó það vilji það ekki.

Hvers vegna fólk er hrætt við að móðga brjálaðan óþjóðalýðinn veit ég ekki.  Meinlaust fólk í litlum hópum, og hleypur í burt ef maður andar á það.

Ásgrímur Hartmannsson, 10.2.2023 kl. 22:29

2 Smámynd: Ingólfur Sigurðsson

Rétt Guðmundur Örn, dómarinn að lokum er alltaf Guð, ekki menn. Var það ekki Satan sem byrjaði á því að menn ættu ekki að hræðast skipanir Guðs í aldingarðinum Eden? Er þetta ekki allt framhald á því? Nú þykir í lagi að telja trúarbrögð goðsagnir, og aðeins þurfi að hræðast keisara og slíkt.

Amma mín Sigríður átti svona heita og sanna trú. 

Ingólfur Sigurðsson, 10.2.2023 kl. 23:59

3 Smámynd: Ingólfur Sigurðsson

Þakka þér fyrir innleggið Ásgrímur. Ég held að þú náir að komast vel að kjarna málsins. Þetta er valdabarátta. Stundum finnst manni Ísland vera meira kommúnistaríki en önnur Vesturlönd.

Ingólfur Sigurðsson, 11.2.2023 kl. 00:02

4 Smámynd: Magnús Sigurðsson

Þetta eru alls ekki falleg orð sem látin eru falla í bræði, en hvernig þau komu til kasta veraldlegra dómstóla eftir að á þeim var beðist velvirðingar, segir allt um skinhelgi rétttrúnaðarins sem segja þarf, -og Guðmundur Örn skýrir vel með tilvitnun í frelsarann.

Magnús Sigurðsson, 11.2.2023 kl. 06:53

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Ingólfur Sigurðsson

Höfundur

Ingólfur Sigurðsson
Ingólfur Sigurðsson

Færsluflokkar

Mars 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30
31            

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (29.3.): 9
  • Sl. sólarhring: 169
  • Sl. viku: 456
  • Frá upphafi: 103431

Annað

  • Innlit í dag: 7
  • Innlit sl. viku: 336
  • Gestir í dag: 7
  • IP-tölur í dag: 7

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Leita í fréttum mbl.is

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband