Íraksstríðið og Úkraínustríðið

Það er þá allavega nýtt að Rússar og Úkraínumenn séu sammála um eitthvað, eins og að gagnrýna Evrópusambandið fyrir verðþakið á olíuna. Það má segja Selenskí til hróss að hann áttar sig á því að Rússar munu reyna að finna aðrar leiðir, og markaðirnir eru fleiri til, eins og í Kína.

Enn ítreka ég það að óttinn um að Rússar ætli að ráðast á Finnland eða Svíþjóð er að öllum líkindum móðursýki og ekkert annað. Það er því mikill ábyrgðarhlutur að stigmagna stríðið einsog ESB gerir, ásamt Bandaríkjunum og fleirum.

Sömu fáránlegu afsakanirnar eru fyrir þessum stríðsrekstri af hálfu Vesturlanda og voru fyrir hendi þegar Íraksstríðið var háð um 2003. Þá var það fullyrt að Saddam Hussein byggi yfir gereyðingarvopnum sem heiminum stafaði hætta af. Það reyndist rangt. Pútín býr yfir gereyðingarvopnum, en fullyrðingin um að hann ætli að ráðast á Finnland eða Svíþjóð eða önnur svæði en Úkraínu er jafn hæpin og sú að Saddam Hussein hafi búið yfir gereyðingarvopnum 2003, þegar Íraksstríðið var háð, en varð mjög óvinsælt af heiminum.


mbl.is Bæði Rússar og Úkraínumenn ósáttir við verðþak
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jónatan Karlsson

Afskaplega er gott að enn finnist menn með báða fætur á jörðinni á þessum síðustu móðursjúku tímum.

Jónatan Karlsson, 4.12.2022 kl. 10:44

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Ingólfur Sigurðsson

Höfundur

Ingólfur Sigurðsson
Ingólfur Sigurðsson

Færsluflokkar

Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (25.4.): 28
  • Sl. sólarhring: 38
  • Sl. viku: 584
  • Frá upphafi: 105980

Annað

  • Innlit í dag: 17
  • Innlit sl. viku: 470
  • Gestir í dag: 17
  • IP-tölur í dag: 16

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Leita í fréttum mbl.is

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband