Stríðið við Rússa og Pútín getur kostað um 185.000 Evrópubúa lífið, samkvæmt tímaritinu Economist

Í frjálslynda og brezka tímaritinu The Economist sem er 179 ára gamalt og rótgróið og ekki æsifréttablað eða sorprit er því spáð að um 185.000 Evrópubúar geti týnt lífi í vetur fyrir aldur fram vegna efnahagsstríðsins við Rússa og skortinum á gasi og orku almennt.

Talað er um kalda veðurspá ofaná allt annað, og það þvert á loftslagsumræður um hamfarahlýnun.

Skuldinni er að sjálfsögðu skellt á Pútín eins og venjulega, hvað annað, eins og engir kostir séu í stöðunni nema að senda hergögn til Úkraínu og láta sem flesta týna lífi í þessu stríði.

Það er alveg með ólíkindum hversu mikil harkan er að berjast við Rússa og að líkja honum við Hitler, og kalla hann til dæmis Pútler. Sá samanburður finnst mér ekki nákvæmur.

Áætlun Pútíns um að ná aftur þeim svæðum sem töpuðust með hruni Sovétríkjanna er býsna gömul og segja má algert baráttumál fjölmargra Rússa og hluti af þeirra heimsmynd, hvorki meira né minna, sem urðu fyrir miklu áfalli með hruni Sovétríkjanna um 1990. Í þeim fræðum er ekki talað um að ráðast á Svíþjóð eða Finnland, eða ná heimsyfirráðum.

Úkraína er leiksoppur Bandaríkjanna og Rússa, heimsbyggðin leikur sér að því að þarna sé mannslífum fórnað miskunnarlaust, og sökin er ekki síður þeirra sem komu leppstjórn þarna á, með grínleikaranum Selenský, og svo koma leikbrúður til Íslands í áróðursleik til að afla málstaðnum fylgis.

Almenningur á Vesturlöndum verður að vakna til skilnings um að þetta er ekki einfalt eða svarthvít mynd. Almenningur ætti að krefjast friðar og að hætta að senda Selenský vopn, sem dregur þetta á langinn og eykur hættuna á notkun gereyðingarvopna.

Hvar eru núna æstu unglingarnir sem mótmæla því að hælisleitendur séu sendir úr landi? Eiga þeir ekki uppruna sinn í friðarhreyfingunni, sem spratt uppúr kommúnismanum? Þetta fólk ætti að mótmæla vopnasendingum vesturlanda til Úkraínu og óbeinni þátttöku í blóðsúthellingunum.

Það þarf að mótmæla því að Evrópumenn fremji þetta fjöldasjálfsmorð og séu ekki hlutlausir. Þegar allt kemur til alls er varla verra að vera undir kúgun Rússa en ESB og annarra femínista.


mbl.is Þórdís Kolbrún fundaði með Selenskí
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Tómas Ibsen Halldórsson

Sæll Ingólfur, ég get tekið undir allt sem þú segir hér.

Ekki fjalla fjölmiðlar um FTX svindlið sem átti sér stað og Selenskí notaði til að þvætta peningana sem hann fékk fyrir sölu á vopnum sem honum hafa verið send til að berjast við Rússa eða hvernig fjármunir sem Biden sendi til Selenskí sem voru settir inn í FTX rafmyntina og rann síðan aftur til Demókrata í kosningabaráttunni. Það hefur verið upplýst að Sam Bankman-Fried (merkilegt að Bankman er hluti af nafni hans) var annar stærsti styrktaraðili Demókrata fyrir kosningarnar nú í byrjun nóvember, næstur á eftir George Soroes.

Máltækið segir að sjaldan á einn sök þegar tveir deila, það mætti bæta EU og USA í hóp þeirra sem hér eiga í hlut því þessi ríki eru ekki hlutlaus í þessum erjum nema síður sé.

Biden og aðrir stríðshaukar í USA eru kampakátir yfir þeim hryllingi sem á sér stað og er þeim alveg sama þótt saklaust fólk verði fyrir barðinu á þessum ógeðfelldu átökum.

Tómas Ibsen Halldórsson, 30.11.2022 kl. 15:35

2 Smámynd: Ásgrímur Hartmannsson

Blessaður vertu, það verða miklu fleiri en 190K dauðsföll út af þessu hafaríi hjá þeim.  Þetta á eftir að lækka meðalaldurinn í Evrópu.  Það er nefnilega svo mikilvægt að vera ekki að frjósa alltaf.

Það að Evrópa sé að gera sig gjaldþrota út af stríði sem kemur þeim ekki við er algerlega til marks um hverskonar sauðir ráða þar ríkjum.

"Hvar eru núna æstu unglingarnir sem mótmæla því að hælisleitendur séu sendir úr landi? Eiga þeir ekki uppruna sinn í friðarhreyfingunni, sem spratt uppúr kommúnismanum?"

Komúnistarnir voru ekki að essu fyrir frið, heldur til þess að klekkja á vesturlöndum.

Ásgrímur Hartmannsson, 30.11.2022 kl. 16:42

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Ingólfur Sigurðsson

Höfundur

Ingólfur Sigurðsson
Ingólfur Sigurðsson

Færsluflokkar

Mars 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30
31            

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (29.3.): 23
  • Sl. sólarhring: 105
  • Sl. viku: 470
  • Frá upphafi: 103445

Annað

  • Innlit í dag: 21
  • Innlit sl. viku: 350
  • Gestir í dag: 21
  • IP-tölur í dag: 21

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Leita í fréttum mbl.is

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband