LXS-þátta gagnrýni Salvarar Gullbrár á fullan rétt á sér, og boðskapurinn um heiminn andspænis trúnni í sértrúarsöfnuðunum

Ég var að horfa á Hringbraut í gær, jafnvel þótt mér misbjóði sú breyting sem hefur orðið á stöðinni eftir að Sigmundur Ernir varð ritstjóri Fréttablaðsins og fréttastefnan var samþætt þarna á milli.

Hringbraut var nokkuð frjáls og góð stöð fyrir þann tíma, en einhver dauð hönd kerfishugsunar og ESB-þrælkunar hefur lagzt yfir hana núna, en Sigmundur Ernir var ráðinn ritstjóri Fréttablaðsins í ágúst 2021, fyrir rúmlega ári síðan.

Einhverjar fjárhagskröggur Hringbrautar hljóta að hafa legið þarna til grundvallar. Uppi eru getgátur um að erlent ESB-áróðursfé hjálpi Fréttablaðinu og kannski fleiri fjölmiðlum á Íslandi, sennilega Hringbraut eftir umskiptin, hvort sem hægt er að rekja það eða ekki. Slíkt er hægt að gera í nafni einstaklinga, séu þeir í starfi sem þeir sinna vel að öðru leyti og sé aðeins búið að kaupa sál þeirra og sannfæringu, þá er ekkert óeðlilegt við það, nema umbreytt sál sýnir umbreytt viðhorf, eins og þegar Kölski keypti sálir mannanna í gömlu sögunum.

Þetta er í raun hliðstætt því þegar kommúnistar í Sovétríkjunum í kalda stríðinu studdu kommana á Íslandi.

Nú er það oft þannig að ég byrja að horfa á Hringbraut en svo nenni ég ekki lengur, því allt sem er sagt er endurtekið, síbylja, þannig að maður horfir á í fáeinar mínútur en fer svo að gera eitthvað annað, sjónvarpið verður óáhugavert.

Salvör Gullbrá Þórarinsdóttir fékk á sig hörð viðbrögð dívanna í LXS þáttunum eftir að hafa vogað sér að gagnrýna þær fyrir lélega þætti og yfirborðmennsku að hennar áliti, þar sem hún miðaði við erlenda raunveruleikasjónvarpsþætti þar sem handrit er notað til að skapa spennu, og skúrkar eru í hverjum raunveruleikaþætti, erkitýpur, til að efnið verði meira spennandi.

Um þetta var fjallað í gær á Hringbraut og álitsgjafarnir nokkuð góðir. Ég hef horft á einn þátt og aðeins meira af þessum LXS þáttum, en í gær lærði ég að skammstöfunin á sennilega að þýða lúxus, og lýsir glamúrtilveru þessara svonefndu áhrifavalda, en það orð er auðvitað of rausnarleg lýsing á þessum stúlkukindum, eins og annar bloggari benti mér á sem oft hefur verið með snjallar athugasemdir.

En ég er sammála Salvöru Gullbrá með það að mér finnst að þessir þættir séu jafnvel enn þynnri þréttándi en bandarískir svonefndir raunveruleikaþættir, en álitsgjafarnir á Hringbraut í gær sögðu nafnið raunveruleikaþættir rangt, því þeir væru ritstýrðir í hel, sem auðvitað er rétt.

En glamúrgellurnar í LXS, og það er þó réttnefni, segja að þeirra þáttur eigi að vera ekta raunveruleikaþáttur, enginn söguþráður, bara verið að fylgjast með þeim. Kannski ágæt hugmynd, en er líf þeirra nógu spennandi fyrir slíkt?

Ætli þær endi ekki með að setja söguþráð í þessa þáttaröð, og koma með skáldaðan óvin og spennu þar af leiðandi, allt til að fá meira áhorf og gróða?

En mér dettur í hug, getur verið að vampírurnar sem Linda Baldvins fjallar um í sínum pistli í dag séu svona athyglisjúklingar og glamúrfólk? Eða kannski meðal annars?

Allavega þá er sagan um dansinn í kringum gullkálfinn í Biblíunni nokkuð vel að tala inní þessar aðstæður nútímans og hvernig Satan er lýst sem nokkurskonar glamúreinstaklingi í sumum kristnum fræðum, allavega í sértrúarsöfnuðunum,  sem stjórnar menningunni á jörðinni, heiminum, og að kristnir menn eigi að vera andstæða við allt slíkt, tízkuna í heiminum, yfirborðsmennsku og fánýti.


mbl.is LXS þáttunum mest lítið leikstýrt
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Ingólfur Sigurðsson

Höfundur

Ingólfur Sigurðsson
Ingólfur Sigurðsson

Færsluflokkar

Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (19.4.): 22
  • Sl. sólarhring: 26
  • Sl. viku: 603
  • Frá upphafi: 105418

Annað

  • Innlit í dag: 19
  • Innlit sl. viku: 475
  • Gestir í dag: 16
  • IP-tölur í dag: 16

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Leita í fréttum mbl.is

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband