Mikill er máttur samúðarinnar með svonefndum fórnarlömbum

Það sem Vítalía upplifir sem ofbeldi lét hún viðgangast því hún fraus í aðstæðunum eða var svo hrifin af kærastanum sínum að hún hreyfði ekki mótmælum og fór ekki uppúr pottinum. Þetta eru mjög almennar aðstæður sem eiga við marga. Ef þetta verður að almennu fordæmi er hætt við að lögreglan drukkni í svona málum, því bæði karlar og konur geta eftir á farið að upplifa atvik sem gerðust með þessum hætti, að ofbeldi hafi þar komið við sögu, sem látið var viðgangast vegna áhuga á makanum meðan á því stóð.

 

Það breytir ekki því að samfélagshetjurnar fordæmdu notuðu sem fyrirmyndir bíómyndir sem lýsa harðsvíruðum peningamönnum, og hegðuðu sér sem skúrkar, ef ekki er hægt að afsaka hina kaldlyndu karlrembu lengur opinberlega eða almennt.

 

Út frá þessu má álykta að þar sem samfélagshetjurnar hegðuðu sér svona sé þessi hegðun svo miklu útbreiddari að það sýnilega sé toppurinn á ísjakanum, 1% af slíkum atvikum. Nema við gerum ráð fyrir því að umræddir menn séu heimskir - fávitar eins og Sólborg Guðbrandsdóttir orðar þetta svo ósmekklega og ruddalega. Það tel ég ekki, alls ekki. Skýringin er að þeir töldu þetta rétta hegðun, lærða af bíómyndum, klámmyndum og víðar.

 

Ég held að hægt sé að segja að allir lendi í þessum aðstæðum, að frjósa vegna áhuga og láta skynsemina fjúka, og að gera eitthvað kjánalegt fyrir þann aðila sem áhugi er á.

 

Það má spyrja sig til hvers er verið að borga þessum mönnum há laun úr því að völd þeirra eru engin í raun, að áhrifavaldurinn Edda Falak er þeim valdameiri og viðmælandi hennar sem ber sig aumlega, Vítalía Lazareva?

 

Allir sem taka þátt í svona kynferðisathöfnum í heitum potti og eru lögráða hljóta að bera ábyrgð, burt séð frá aldursmuni, en hún sem er í minnihluta sem kona og yngri kann að hafa upplifað sig varnarlausari þess vegna og það er skiljanlegt. Þess vegna hefði hún átt að gera sér fyrr grein fyrir því í hvað stefndi.

 

Allt tal um að ósmekklegt og rangt sé að fullorðið fólk sé saman sem aldursmunur er á, það held ég að falli um sjálft sig. Sé reynt að banna slíkt eykst bara áhuginn eins og dæmin sanna.

 

Valdamismunur er líka sexý. Hann er ein stærsta ástæðan fyrir áhuga kvenna á mökum af kvenkyni eða karlkyni og hefur alltaf verið. Ekki er hægt að kvarta undan slíku, það er kjánalegt.

 

Það er áhyggjuefni ef "áhrifavaldar" og fjölmiðlastjörnur eru komin með MEIRI völd en dómstólar landsins. Þá er skrílræðið búið að sigra. Þá er þetta ekki lengur siðmenntað samfélag.

 

Ég ætla ekki að efa að Vítalía sé í áfalli út af þessu. Ég ætla heldur ekki að áfellast Eddu Falak fyrir að taka viðtal við hana. Ábyrgðin er fjölmiðlanna sem gera frétt úr þessu, áður en þetta kemst í dómstólana sína réttu leið.

 

Hinir þjóðþekktu Íslendingar eiga rétt á að verja sig fyrir dómstólum. Þeir geta jafnvel krafizt skaðabóta af blaðafólki sem blæs þetta út og gerir að fréttamat. Eðlilegt er að Edda Falak fjalli um þetta því hún sérhæfir sig í því.

 

En það fréttafólk sem lætur almenning smjatta á þessu áður en komin er niðurstaða frá fagmönnum, dómurum, lögmönnum og dómstólum, það er fyrir neðan allar hellur.

 

Við hljótum að krefjast þess að allir fái réttláta dómsmeðferð og samúð áður en heimskingjar gala, einnig þeir sem lentu í fallöxinni að þessu sinni, frægir menn og samfélagshetjur fram að þessu.

 

Þar sem skoða verður þessi mál frá mörgum hliðum áður en dómur er upp kveðinn kann allur skaði, atvinnumissir, ærumissir og öll almennt hneisa að vera skaðabótaskyld, sem þessir auðugu menn hafa þolað. Eitt er að berjast fyrir kvenréttindum. Annað er hvort konur í háttsettum embættum myndu vilja að vafasöm atvik sem gerast í einkalífinu á mörkum þess löglega og siðlega séu gerð opinber með þessum hætti.

 

Aðgát skal höfð í nærveru sálar. Hafa opinberendur þessa máls, blaðamennirnir sem settu það í hendurnar á Dómstóli götunnar gleymt að hinir þjóðþekktu menn hafa rétt á samúð og dómsmeðferð eins og aðrir?

 

Hvernig væri að Edda Falak og aðrir öfgafemínistar geti verið einangraðir í sinni þjóðfélagsskúffu sem fólk með skrýtnar og öfgafullar skoðanir án þess að það sé fréttamatur?

 

Ofbeldið á sér varla nein takmörk. Það er allsstaðar, ef vel er að gáð, sérstaklega ef við förum að færa skilgreininguna nær hinu almenna í sífellu.


mbl.is Vonsvikin vegna viðbragða Áslaugar
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Helga Dögg Sverrisdóttir

Endurtekið efni. Sama gerist í Danmörku. Menn í valdastöðum fá óvænt upp á borðið eitthvað sem þeir gerðu fyrir löngu. Dæmdir á samfélagsmiðlum. Dómstólar munu taka á einhverjum málanna í Danaveldi. Margir Danir kalla þetta valdabaráttu, konur og karlar. Spurning hvort umræddir menn sæki rétt sinn fyrir dómstólum. Verður áhugavert að fylgjast með því. Kannski betur heima setið en af stað farið. Sterkur leikur hjá þeim að þegja. Þegar fótboltamennirnir voru ásakaðir töluðu þeir opinberlega, þessir feta veginn á yfirvegaðri hátt, enda númer tvö í röðinni. Nú má spyrja sig, hverjir verða númer 3.

Taka ábyrgð á eigin gjörðum virðist eitthvað loðið í dag. 

Helga Dögg Sverrisdóttir, 10.1.2022 kl. 11:41

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Ingólfur Sigurðsson

Höfundur

Ingólfur Sigurðsson
Ingólfur Sigurðsson

Færsluflokkar

Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (25.4.): 12
  • Sl. sólarhring: 127
  • Sl. viku: 568
  • Frá upphafi: 105964

Annað

  • Innlit í dag: 6
  • Innlit sl. viku: 459
  • Gestir í dag: 6
  • IP-tölur í dag: 5

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Leita í fréttum mbl.is

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband